fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Hægðatregða, þemba og niðurgangur eru meðal einkenna langvarandi COVID

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 17. mars 2023 08:00

EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur fólk skýrt frá langvarandi veikindum í kjölfar smits og hafa einkennin verið margvísleg. Allt frá þunglyndi til hármissis og skemmda á líffærum.

Ný rannsókn bendir til að veiran geti einnig gert fólk viðkvæmara fyrir ýmsum vandamálum tengdum þörmunum. Sky News skýrir frá þessu og segir að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá geti COVID-19 valdið langvarandi vandamálum  á borð við hægðatregðu, þembu og niðurgangs.

Hefur fólk glímt við slík einkenni í allt að ár eftir smit.

Um bandaríska rannsókn er að ræða og náði hún til um 11,6 milljóna manna. 154.000 þeirra smituðust af kórónuveirunni frá því í mars 2020 þar til í janúar 2021.

Var heilsufar þeirra borið saman við heilsufar 5,6 milljóna sem greindust ekki með veiruna á þessu tímabili og niðurstöður rannsókna á 5,8 milljónum manna en þær rannsóknir voru gerðar áður en faraldurinn skall á.

Niðurstaðan er að þeir sem fengu veiruna glímdu frekar við vandræði tengd þörmum og meltingarkerfi ári eftir smit en þeir sem höfðu ekki smitast af veirunni. Það sama átti við þá sem voru rannsakaðir áður en faraldurinn skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?