fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Kim Jong-un sagður undirbúa sig undir „alvöru stríð“

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 08:00

Kim Jong-un er mjög reiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreumenn hafa verið iðnir við að skjóta flugskeytum og langdrægum eldflaugum á loft að undanförnu. Á fimmtudaginn skutu þeir enn einni langdrægri eldflaug á loft frá vesturströnd landsins.

Á föstudaginn birti ríkisfréttastofa landsins, KCNA, mynd sem sýndi að her landsins hefði skotið að minnsta kosti sex eldflaugum á loft samtímis. Reuters skýrir frá þessu.

KCNA segir að þessi eldflaugaskot sýni að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, sé að undirbúa sig undir hugsanlegt „alvöru stríð“.

Hann er sagður mjög upptekinn af að gera hinar ýmsu einingar hersins reiðubúnar til að berjast í stríði og af þeim sökum er hann sagður hafa fyrirskipað hernum að stunda æfingar þar sem líkt er eins vel eftir stríði og hægt sé.

Það neistaði á milli einræðisstjórnarinnar og Bandaríkjanna í síðustu viku þegar Kim Yo-jong, systir einræðisherrans, sagði að ætlunin sé að skjóta fleiri eldflaugum út yfir Kyrrahafið. Hún hótaði einnig öllu illu ef einhver skyldi taka upp á því að skjóta flugskeyti og eldflaugar Norður-Kóreu niður.

Norður-kóreumenn hafa einnig sakað Bandaríkin og Suður-Kóreu um að auka spennuna á Kóreuskaga með sameiginlegri heræfingu ríkjanna sem stendur yfir þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum