fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

4 ára stúlku var rænt 2018 – Fannst nýlega heil á húfi

Pressan
Mánudaginn 13. mars 2023 21:00

Aranza Maria Ochoa Lopez. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. október 2018 var Aranza Maria Ochoa Lopez rænt í verslunarmiðstöð í Vancouver í Washington í Bandaríkjunum.  Hún var þá fjögurra ára. Hún fannst nýlega heil á húfi.

Alríkislögreglan FBI segir að Aranza hafi verið flutt til Mexíkó og hafi fundist þar nýlega heil á húfi.

Það var móðir hennar, sem hafði ekki forræði yfir henni, sem nam hana á brott þegar hún hafði umgengni við hana undir eftirliti.

Móðirin, Esmeralda Lopez-Lopez, var handtekin í Puelba í Mexíkó 2019 og framseld til Bandaríkjanna. Ekki er vitað hvar Aranza var þá.

Lopez játaði að hafa numið dóttur sína á brott og var hún dæmd í 20 mánaða fangelsi 2021 og er afplánar hún dóminn nú.

FBI skýrði frá því í síðustu viku að mexíkóska lögreglan hefði fundið Aranza, sem er nú 8 ára, í Michoacán í Mexíkó í febrúar. Hún var flutt til Bandaríkjanna.

Í tilkynningu frá FBI segir að í fjögur ár hafi FBI og samstarfsaðilar leitað að Aranza. Nú snúist málið um að aðstoða hana og styðja við að aðlagast lífinu í Bandaríkjunum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman