fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Pressan

Telja sig hafa fundið gen sem eykur líkurnar á að fólk noti kannabis

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 15:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri rannsókn, þar sem upplýsingar um erfðaefni einnar milljónar manna var rannsakað, hafa vísindamenn fundið genaafbrigði sem eykur hættuna á að fólk neyti kannabis og byggi upp þol gegn efninu og á erfitt með draga úr eða hætta neyslunni þrátt fyrir neikvæð áhrif hennar á líf þeirra og heilbrigði.

Dr Joel Gelernter, prófessor í erfðafræði og taugavísindum við læknadeild Yale háskóla, sagði í samtali við Live Science að ef fólk sé með þetta genaafbrigði þá geti það haft í för með sér að kannabisneysla þess verði vandamál og það verði háð efninu og eigi erfitt með að hætta neyslu þess.

Af þeirri einni milljón sem tók þátt í rannsókninni, glímdu um 64.000 við kannabisfíkn. Flestir þeirra voru af evrópskum uppruna en einnig voru margir af afrískum, austur asískum eða blönduðum uppruna.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Genetics

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Í gær

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár

Daniela Klette handtekin í Berlín – Var eftirlýst í yfir 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að fá of mikið af andoxunarefnum?

Er hægt að fá of mikið af andoxunarefnum?