fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Merk uppgötvun á Suðurskautinu – Leynist undir frosnu yfirborðinu

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 16:30

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnattagögn hafa afhjúpað að undir frosnu yfirborði Suðurskautslandsins leynist landslag sem gæti hafa sloppið við rof og veðrun þar sem það hefur verið í skjóli undir frosnu yfirborðinu í 34 milljónir ára.

Gervihnattagögnin sýna að undir íslaginu á austurhluta Suðurskautslandsins er fornt landslag sem hefur mótast af ám á sínum tíma. Þetta veitir góða innsýn í hvernig Suðurskautið leit út áður en jöklar mynduðust og lögðust yfir það allt.

Megnið af því landi, sem er undir ísbreiðunni á Suðurskautslandinu, hefur eyðst vegna hreyfinga íssins en gervihnattagögn sýna að á austurhluta þess hefur landið nær ekkert breyst í 34 milljónir ára.

Stewart Jamieson, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að einhvern tímann hafi ár runnið yfir landið þarna og það þýði að það líti nú út eins og það var áður en ís lagðist yfir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad