Dagens Næringsliv segir að hún hafi greitt 590 milljónir norskra króna fyrir húsið en það svarar til um 7,5 milljarða íslenskra króna.
Húsið, sem stendur við sjóinn, er á Bygdø. Auk húsanna fylgir 30.000 fermetra lóð með í kaupunum.
Eignir Katharina eru taldar vera sem nemur tæpum 200 milljörðum íslenskra króna. Fjölskylda hennar á fjölskylduveldið Ferd sem fjárfestir meðal annars í fasteignum, skuldabréfum og vogunarsjóðum.
Fyrirtækið var stofnað 1849 af Johan Henrik Andresen, langalangafa Katharina.
Katharina og systir hennar, Alexandra G. Andresen, hafa árum saman verið meðal ríkustu Norðmannanna.