fbpx
Sunnudagur 03.desember 2023
Pressan

Fyrrum þátttakandi í MasterChef fékk 24 ára dóm fyrir svívirðileg brot

Pressan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Douglas Frost, sem komst meðal annars í úrslit raunveruleikaþáttarins MasterChef Australia, hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi.

Frost var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn ellefu börnum en brotin framdi hann meðan hann starfaði sem sundkennari í Sydney. Brotin sem Frost var dæmdur fyrir voru alls 43 talsins og þau framdi hann yfir tíu ára tímabil. Fórnarlömbin voru allt niður í tíu ára gömul.

Frost var handtekinn fyrst fyrir fjórum árum en dómur féll í málinu loks í þessari viku eftir viðamikla rannsókn og langa málsmeðferð fyrir dómstólum.

Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn í málinu, Sarah Huggett, að Frost hafi ekki sýnt neina iðrun.

Nýjasta brotið sem Frost var dæmdur fyrir var framið árið 2010 en Sarah sagði það litlu skipta. Það ár var sundskólanum sem hann starfaði fyrir lokað og telur dómarinn að hann hefði haldið brotum sínum áfram ef hann hefði starfað áfram með börnum.

Frost komst í úrslit í fyrstu þáttaröð MasterChef Australia árið 2009. Hannreyndi fyrir sér í veitingahúsabransanum í Ástralíu en það ævintýri fór í vaskinn og endaði með persónulegu gjaldþroti hans árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf fjórum sinnum á hverju kvöldi – Hverju kvöldi“ – „Ég fékk ekki frí í einn einasta dag í 23 ár“

„Ég stundaði kynlíf fjórum sinnum á hverju kvöldi – Hverju kvöldi“ – „Ég fékk ekki frí í einn einasta dag í 23 ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst

Tók eftir að fótur hans var orðinn blár – Ástæðan var hryllilegri en orð fá lýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri

Reyndi að smygla kókaíni í hundabúri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig sjá tímaferðalang á þessari ljósmynd frá fimmta áratugnum

Telja sig sjá tímaferðalang á þessari ljósmynd frá fimmta áratugnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn

Móðir rukkar fjölskylduna fyrir jólamatinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum