fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Pressan

Vita loks hver „konan með blómatattúið“ er – Fannst myrt í Belgíu árið 1992

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 10:41

Rita Roberts var 31 árs þegar hún var myrt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Belgíu og Bretlandi hafa loks borið kennsl á konu sem fannst myrt í Belgíu árið 1992. Hún gekk yfirleitt undir nafninu „konan með blómatattúið“ vegna einkennandi húðflúrs sem hún bar á vinstri handleggnum.

Daily Mail greinir frá því í dag að konan sem um ræðir sé Rita Roberts og var hún 31 árs þegar hún lést.

Rita var breskur ríkisborgari en lík hennar fannst í á í borginni Antwerp í Belgíu þann 3. júní 1992. Hún hafði flutt frá Cardiff í Wales í febrúar 1992 og heyrði fjölskylda hennar síðast í henni í maí þetta ár.

Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan gekk belgískum yfirvöldum illa að bera kennsl á konuna og var það ekki fyrr en ættingi Ritu rak augun í mynd af húðflúrinu að hjólin fóru að snúast.

Belgísk, hollensk og þýsk yfirvöld, í samvinnu við Interpol, fóru í alþjóðlegt átak fyrr á þessu ári til að bera kennsl á 22 konur sem grunur leikur á að hafi verið myrtar og var Rita í hópi þeirra. Ættingi hennar sá umfjöllun um málið í sjónvarpinu og hafði strax samband við yfirvöld.

Belgíska lögreglan hefur nú biðlað til almennings að stíga fram hafi það einhverjar upplýsingar um málið og hver það var sem bar ábyrgð á dauða Ritu. Aðstandendur Ritu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hvarf hennar hafi haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna öll þessi ár. Fjölskyldan sé engu að síður þakklát fyrir að vita hver örlög hennar urðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögmaður sviptur starfsleyfi eftir stórfurðulegt skítkast – Sagðist ítrekað hafa nota Pringles-dósir í þessum tilgangi

Lögmaður sviptur starfsleyfi eftir stórfurðulegt skítkast – Sagðist ítrekað hafa nota Pringles-dósir í þessum tilgangi
Pressan
Í gær

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

83 ára kona lést eftir fall í brunn undir gólfi húss síns

83 ára kona lést eftir fall í brunn undir gólfi húss síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma ákærð í óhugnanlegu máli – Kastaði barnabarni út um glugga

Amma ákærð í óhugnanlegu máli – Kastaði barnabarni út um glugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar