fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 21:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA/M.A. PUSHPA KUMARA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok desember fóru Craig McKinnon og Jess Prinsloo í draumaferð sína til Suður-Afríku. Þann 27. desember bar Craig upp bónorð og Jess játaðist honum. En aðeins fjórum dögum síðar lést hún.

Mirror segir að talið sé að hún hafi látist eftir að hafa notað ranga teskeið til að hræra í teinu sínu.

Það gerðist heima hjá móður hennar í Jóhannesarborg. Þar tók Jess skeið, sem hafði komist í snertingu við mjólkurafurðir, og hrærði í teinu sínu með henni. Nokkrum sekúndum eftir að hún drakk úr tebollanum fékk hún bráðaofnæmiskast þar sem háls hennar bólgnaði upp. Hún var strax flutt á sjúkrahús en þar lést hún daginn eftir.

Það var vitað að Jess var með ofnæmi fyrir mjólkurvörum og því var hún alltaf með tvo ofnæmispenna með sér ef hún skyldi fá ofnæmiskast. En þeir virkuðu ekki í þetta sinn.

Craig og Jess kynntust 2019 og byrjuðu að búa saman 2021.

En í stað þess að koma heim til Englands til að byrja að undirbúa brúðkaup, þá kom Craig einn heim með ösku Jess með í farteskinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?