fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Pressan

Ný rannsókn – Magahjáveituaðgerðir lengja lífið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 15:00

Magahjáveituaðgerðir lengja líf fólks samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá draga magahjáveituaðgerðir úr líkunum á ótímabærum dauða. Þetta á sérstaklega við um dauða af völdum offitutengdra sjúkdóma á borð við krabbamein, sykursýki og hjartasjúkdóma.

Rannsóknin náði til 22.000 manns og yfir 40 ára tímabil. Fólkið fór í magahjáveituaðgerð í Utah í Bandaríkjunum. CNN skýrir frá þessu.

Þegar þátttakendurnir í rannsókninni voru bornir saman við fólk í svipaðri þyngd kom í ljós að þeir sem fóru í aðgerð voru 16% síður líklegri til að deyja af hvaða dánarorsök sem var. Ef horft er til sjúkdóma sem tengjast offitu, til dæmis hjartasjúkdóma, krabbameins og sykursýki, var munurinn enn meiri.

Líkurnar andláti af völdum hjartasjúkdóma voru 29% lægri og af völdum krabbameins um 43% að sögn Ted Adams, sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hann sagði einnig að dauðsföllum tengdum sykursýki hafi einnig fækkað mjög mikið eða um 72% miðað við þá sem fóru ekki í aðgerð.

En slæmur fylgifiskur magahjáveituaðgerða kom einnig í ljós í rannsókninni því ungt fólk, sem fór í aðgerð, var í meiri hættu á að taka eigið líf.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Obesity.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum