Margar af þessum tilkynningum þykja frekar auðskýranlegar, þar hafi til dæmis loftbelgir eða drónar verið á ferð. En engar skýringar hafa fundist á mörgum tilkynningum.
Þetta kom fram nýlega þegar forstjóri National Intelligence (DNI) kynnti skýrslu um stöðu mála. Í henni kemur fram að frá því í júní 2021 hafi 247 tilkynningar borist. Þá voru 144 mál til rannsóknar. Þessu til viðbótar fundust 119 skýrslur sem ná allt að 17 ár aftur í tímann. The Guardian skýrir frá þessu og segir að flestar nýju tilkynningarnar hafi komið frá flugmönnum hjá bandaríska hernum.
Tæplega 200 mál var hægt að skýra á einfaldan hátt, með drónum og loftbelgjum eða öðrum náttúrulegum fyrirbærum á himni.
Í skýrslunni segir jafnframt að önnur mál hafi ekki verið hægt að skýra. Rannsókn yfirvalda beinist að þessum málum. Áhyggjur yfirvalda beinast ekki að því að hér sé um vitsmunaverur frá öðrum plánetum að ræða, meiri áhyggjur eru af að þetta sé njósnabúnaður frá öðrum ríkjum.