Björgunarmenn hættu leit í og við flugvélarflakið á mánudaginn og telja að ekki sé hægt að finna lík fleiri farþegar en nokkrir tugir hafa fundist.
Flugmaður vélarinnar hét Anju Khatiwada. Hún hafði starfað hjá Yeti Airlines síðan 2010. Reuters segir að eiginmaður hennar, Dipak Pokhrel, hafi látist í flugslysi árið 2006. Hann starfaði sem flugmaður hjá Yeti Airlines.
Hann lést þegar Twin Otter vél frá Yeti Airlines hrapaði skömmu fyrir lendingu í Jumla-héraðinu.
Anju fékk líftryggingu hans greidda eftir slysið og notaði hana til að læra að fljúga og síðan fékk hún starf hjá Yeti Airlines. Hún átti rúmlega 6.400 flugtíma að baki.
En á sunnudaginn beið hún sömu örlög og eiginmaður hennar árið 2006.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af síðustu sekúndum vélarinnar á lofti.
Farþegi var í beinni útsendingu á Facebook þegar flugvél fórst í Nepal í gær – Myndband