fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Pressan

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 29. september 2022 17:00

Porfirio Duarte-Herrera

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Porfirio Duarte-Herrera slapp nýverið úr fangelsi í Nevada, Bandaríkjunum. Duarte-Herrera var að afplána lífstíðardóm fyrir sprengjuárás sem hann framdi í bílastæðakjallara Luxor hótelsins í Las Vegas árið 2007.

Einn lést í árásinni, 27 ára gamall karlmaður að nafni Willebaldo Dorantes Antonio, en hann hafði verið í sambandi með fyrrverandi kærustu vinar Duarte-Herrera, Omar Rueda-Denvers. Rueda-Denvers fékk einnig lífstíðardóm fyrir árásina.

Það komst í ljós að Duarte-Herrera, sem í dag er 42 ára gamall, hafði flúið úr fangelsinu þegar nafnakall var gert í fangelsinu árla morguns á þriðjudaginn. Það leið ekki langur tími þar til farið var að leita að honum en síðar um daginn var greint frá því að í raun hafði Duarte-Herrera flúið úr fangelsinu síðastliðinn föstudag.

Duarte-Herrera fékk þó ekki að njóta frelsisins nema í örfáa daga því í dag var hann gómaður. Samkvæmt færslu frá lögreglunni í Las Vegas var Duarte-Herrera á leiðinni til Mexíkó með strætó en það var einmitt strætómiðinn sem varð honum að falli. Árvökull starfsmaður á strætóstöðinni er nefnilega sagður hafa komið auga á flóttafangann og tilkynnt það til yfirvalda.

Þessu stutta fríi Duarte-Herrera frá fangelsinu fékk því snöggan endi þar sem lögreglan náði að góma hann og skila honum aftur á sinn stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Í gær

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu