fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 21:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Woonsocket á Rhode Island í Bandaríkjunum fann í gær tvö lík í húsi sem er í eigu Susan Menard, sem var bæjarstjóri í Woonsocket frá 1995 til 2009.

New York Post skýrir frá þessu og segir að líkin séu af eldri manni og eldri konu.

Um 40.000 manns búa í Woonsocket sem er á austurströndinni.

Susan Menard var eins og áður sagði bæjarstjóri frá 1995 til 2009 og hefur enginn gegnt embættinu lengur en hún.

Ekki liggur fyrir hvort annað líkið sé af Menard.

Lögreglan segir að líkin hafi næstum verið orðin að engu, svo mikið höfðu þau rotnað.

Enn er of snemmt að segja til um hversu lengi þau lágu í húsinu. Réttarmeinafræðingar munu nú reyna að skera úr um það og finna dánarorsök fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?