fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Borgarstjórinn í sjokki yfir pari sem stundaði kynlíf á gangstéttinni – „Þetta er glæpur“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 22:00

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool í Bretlandi, er í sjokki eftir að hafa séð myndband af pari að stunda kynlíf á gangstétt í borginni. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli en í því má sjá konu stunda munnmök með manni í almenningsrými.

Parið kippti sér að því virðist ekki mikið upp við það að nokkuð hundruð manns urðu vitni að kynlífinu en þau voru stödd rétt hjá fjölförnu torgi í Liverpool.

„Ég er í algjöru sjokki og hef áhyggjur af myndböndum sem eru í dreifingu þar sem sjá má ósæmilega og kynferðislega hegðun í borginni okkar. Þetta er ekki skemmtilegt – þetta er óþægilegt, skaðlegt og ólöglegt,“ segir borgarstjórinn í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni vegna málsins.

„Þetta setur líka hættulegt fordæmi fyrir ungar konur og menn í borginni okkar. Ég ætla að vera mjög skýr – þetta er glæpur.“

Joanne segir að ekki verði farið með léttum höndum með atvik sem þessi. „Ég er búin að tala við lögregluna í Merseyside og hef óskað eftir tafarlausri og viðeigandi aðgerðum.“

Lögreglan í Merseyside hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins en í henni kemur fram að myndbandið sé í rannsókn lögreglunnar. Þá segir lögreglan að núna sé hún að reyna að finna út úr því hvenær nákvæmlega myndbandið var tekið upp.

„Við viljum hvetja fólk til þess að hætta að deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og þess í stað segja okkur allt sem það veit um myndbandið eða þau sem eru í þvi.“

Lögreglan tekur í sama streng og borgarstjórinn og segir að hún muni bregðast við öðrum atvikum sem þessu. „Við erum að vinna í því að finna þau sem bera ábyrgð á þessu,“ segir lögreglan.

„Við munum ekki láta svona óásættanlega hegðun frá litlum minnihluta fólks skemma orðspor borgarinnar okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira