fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 22:00

Hafa geimverur virkilega banað fólki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki frá vitsmunaverum á annarri plánetu. Þeir notuðu hinn gríðarlega stóra „Sky Eye“ sjónauka, sem er í Kína, við rannsóknir á himinhvolfinu og telja sig hafa fundið merki sem bendi til hugsanlegrar tilvistar vitsmunasamfélags utan jarðarinnar.

Live Science skýrir frá þessu. Fram kemur að stjörnufræðingar við Bejing Normal háskólann hafi uppgötvað „nokkur hugsanleg tæknileg ummerki og merki um samfélög vitsmunavera utan jarðarinnar“. Þetta kemur fram í rannsókn sem var birt nýlega í Science and Technology Daily sem er opinbert dagblað kínverska vísinda- og tæknimálaráðuneytisins.

Merkin voru numin með „Sky Eye“ útvarpssjónauka Kínverja, sem er 500 metrar í þvermál, sem er stærsti útvarpssjónauki heims.

Sky Eye“ leitar að útvarpsmerkjum, sem geta bent til tilvistar lífs utan jarðarinnar, langt úti í geimnum og hefur gert síðan 2019.  Það var við yfirferð á gögnum frá 2020 sem vísindamennirnir fundu tvö merki, send á þröngu tíðnisviði, sem gætu verið ónáttúruleg.

Á þessu ári fannst eitt merki af þessari tegund, sent á þröngu tíðnisviði, til viðbótar en þá var leitað sérstaklega að merkjasendingum frá þekktum fjarplánetum.

Þar sem þessi merki eru á þröngu tíðnisviði, sem eru venjulega aðeins notuð af flugvélum og gervihnöttum hér á jörðinni, gætu þau átt uppruna hjá tæknivæddum geimverum.

Kínversku vísindamennirnir segja að taka verði þessu öllu af ró og yfirvegun og segja aðeins um frumniðurstöður að ræða og bíða verði eftir að greiningu á merkjunum ljúki.

Þeir segja að miklar líkur séu á að merkin séu einfaldlega einhverskonar útvarpsmerkjatruflanir. Þess vegna þurfi að rannsaka þau betur og útiloka að um truflanir sé að ræða. Það geti tekið langan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?