fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Geymdi steininn árum saman í von um að gull væri í honum – Reyndist vera miklu verðmætari

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 19:30

Þetta er steinninn góði. Mynd:Melbourne Museum Birch et al., PRSV, 2019

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 var David Hole við málmleit í Maryborough Regional Park sem er nærri Melbourne í Ástralíu. Vopnaður málmleitartæki gekk hann um leitaði. Skyndilega fann hann óvenjulegan stein, mjög þungan rauðleitan stein sem sat í gulri mold.

Hann fór með steininn heim til sín og reyndi að opna hann, sannfærður um að gull væri inni í honum enda er Maryborough þekkt gullsvæði en þar náði gullæðið í Ástralíu hámarki á tuttugustu öldinni.

Hole notaði sög, bor og fleiri verkfæri til að reyna að opna steininn og jafnvel sýru en án árangurs. Sleggja dugði ekki einu sinni til að gera sprungu í steininn. Hann vissi það ekki þá en ástæðan fyrir þessu var að það sem hann var að reyna að opna var ekki gullklumpur.

Fjórum árum síðar fór hann með steininn á Melbourne Museum til að fá aðstoð við að greina hann. „Hann var með þetta myndhöggsútlit, smádældaður,“ sagði Dermot Henry, jarðfræðingur hjá safninu, í samtali við The Sydney Morning Herald árið 2019.

Þegar sérfræðingar safnsins skoðuðu steininn fékk Hole að vita að ástæðan fyrir því að hann gat ekki opnað hann var að þetta er sjaldgæfur loftsteinn. Útlit steinsins var tilkomið vegna þess að hann bráðnaði að utanverðu á leið sinni í gegnum lofthjúpinn.

Bill Birch, jarðfræðingur hjá safninu, sagði í samtali við The Sydney Morning Herald, að ef fólk rekist á stein eins og þenna og taki hann upp, þá eigi hann ekki að vera mjög þungur.

En þessi steinn var ein 17 kíló og reyndist vera 4,6 milljarða ára gamall loftsteinn. Hann fékk nafnið Maryborough eftir bænum sem er nærri staðnum þar sem hann fannst.

Jarðfræðingar rannsökuðu steininn. Mynd:Melbourne Museum Birch et al., PRSV, 2019

 

 

 

 

 

 

 

Jarðfræðingar notuðu demantssög til að saga smá bút af steininum. Rannsókn leiddi í ljós að hann innihélt mjög hátt hlutfall af járni.

Science Alert segir að vísindamenn viti ekki hvaðan loftsteinninn kom né hversu lengi hann hafi verið hér á jörðinni en þeir hafi ákveðnar hugmyndir um það. Þeir telja líklegast að steinninn hafi komið úr loftsteinabeltinu, sem er á milli Mars og Júpíters.

Kolefnisgreining bendir til að hann hafi lent hér á jörðinni fyrir 100 til 1.000 árum.

Steinninn er mun sjaldgæfari en gull og því mun verðmætari fyrir vísindin. Þetta er 1 af aðeins 17 loftsteinum sem hafa fundist í Victoria í Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf