fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Telja að Twitter geti misst 32 milljónir notenda á tveimur árum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. desember 2022 21:17

Elon Musk ræður ríkjum hjá Twitter. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri spá þá munum um 32 milljónir Twitternotenda yfirgefa samfélagsmiðilinn á næstu tveimur árum í kjölfar kaupa Elon Musk á honum.

Helstu ástæðurnar fyrir þessum flótta notenda verða tæknileg vandamál og útbreiðsla hatursræðu á miðlinum.

The Guardian segir að reiknað sé með að notendum fækki um tæplega 4% á næsta ári og um 5% 2024 eða rúmlega 32 milljónir í heildina.

Spáin var gerð af markaðrannsóknafyrirtækinu Insider Intelligence og er þetta í fyrsta sinn sem það spáir fækkun notenda en það hóf að gera spár af þessu tagi 2008.

Jasmine Enberg, aðalgreinandi hjá Insider Intelligence, sagði að það verði ekki neinn einn hörmungar atburður sem muni gera út af við Twitter. Notendur muni byrja að yfirgefa miðilinn á næsta ári vegna tæknilegra vandamál og aukningar á hatursræðu og ógeðfelldu innihaldi.

Hún sagði að fámennt starfslið Twitter muni ekki geta tekist á við tæknileg vandamál né það efni sem er birt á miðlinum.

Samkvæmt spánni mun Twitter missa flesta notendur í Bandaríkjunum sem eru stærsti markaður miðilsins. Mun notendum þar fækka um 8,2 milljónir á næstu tveimur árum. Í árslok 2024 er því spáð að bandarískir notendur verði 50,5 milljónir og hafa þeir þá ekki verið færri síðan 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi