fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 22:00

Blanca Arellano.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt morðmál hefur fyllt marga íbúa í Suður-Ameríku hryllingi að undanförnu.  Líkhluta rak á land í Perú og voru töluverð ráðgáta í upphafi. Um baugfingur, handlegg, andlitslaust höfuð og búk, sem búið var að taka líffærin úr, var að ræða. Allt var þetta af konu. Nú hefur læknanemi verið handtekinn vegna málsins.

Málið hófst eins og rómantísk saga. Blanca Arellano, 51 árs, varð ástfangin af Juan Pablo Jesus Villafuerta, 31 árs læknanema. Blanca, sem bjó í Mexíkó, var svo ástfangin af honum að hún fór til Huacho í Perú í júlí til að hitta hann. Þau höfðu átt í langvarandi samskiptum á Internetinu fram að því og var Blanca heilluð af Juan.

Í byrjun nóvember misstu ættingjar hennar í Mexíkó samband við hana en hún hafði skýrt frá ánægju sinni með sambandið við Juan á samfélagsmiðlum.

Ótti ættingja hennar um afdrif hennar varð að vissu þegar öðrum baugfingri hennar, með silfurhring á, skolaði upp á Chorillo-ströndina, sem er nærri þeim stað þar sem parið hafði haldið sig.

Juan Pablo Jesus Villafuertes

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan rak hvern líkamshlutann á fætur öðrum upp á ströndina. Andlitslaust höfuð, handlegg og búk. Búið var að fjarlægja öll innri líffæri úr búknum og segir lögreglan að það hafi verið gert af fagmennsku.

New York Post er meðal þeirra miðla sem skýra frá þessu. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að Juan hafi birt myndbönd á TikTok þar sem hann sést skera lík í hluta.

Þegar lögreglan gerði húsleit heima hjá honum fann hún blóðbletti inni á baðherberginu, í þvottahúsinu og á dýnu. Ekki liggur enn fyrir hvort blóðið sé úr Blanca en lögreglan vinnur að rannsókn á því.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að Juan keypti þrifaefni, klór og sýru í verslun í Huacha. Lögreglan telur að hann hafi notað þessar vörur til að fjarlægja vegsummerki á heimili sínu.

Grunur leikur á að Juan hafi tekið líffærin úr Blanca og selt þau og að það hafi verið ætlun hans allan tímann.

Juan neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?