fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 22:30

Bruce Lee. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar kenningar hafa verið settar fram í gegnum tíðina um hvað hafi orðið bardagakappanum Bruce Lee að bana árið 1973. Hann lést í Hong Kong í júlí 1973, aðeins 32 ára að aldri.

Meðal þeirra kenninga sem hafa verið settar fram er að kínverska mafían hafi ráðið hann af dögum og að hann hafi fengið hjartaáfall.

Lík hans var krufið og var niðurstaðan að hann hefði látist af völdum bólgu á heila sem hafi myndast þegar hann tók verkjalyf.

Sky News segir að vísindamenn hafi nýlega varpað þeirri kenningu fram að Bruce Lee hafi látist af völdum natríumskorts. „Með öðrum orðum, þá erum við að segja að nýrun hafi ekki getað losað sig við umframvatn og að það hafi orðið Bruce Lee að bana,“ segja vísindamenn í grein í vísindaritinu Clinical Kidney Journal.

Þeir segja að nokkur atriði bendi til að Bruce Lee hafi drukkið mikið vatn. Þar á meðal sé að eiginkona hans hafi sagt að mataræði hans hafi byggst á vökva, þar á meðal gulrótarsafa og appelsínusafa. Einnig hafi Matthew Polly, sem skrifaði ævisögu hans, bent á vatnsneyslu hans daginn sem hann lést og rétt áður en hann veiktist.

Þeir benda einnig á að hann hafi reykt kannabis sem hafi valdið auknum þorsta. Vitað er að hann reykti kannabis daginn sem hann lést. Einnig getur hugsast að notkun lyfseðilsskyldra lyfja og áfengis hafi átt hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær