fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. nóvember 2022 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kelly og Jason Cochran voru kærustupar allt frá unglingsárum en þau ólust upp í sömu götu í sama bæ í Indianafylki í Bandaríkjunum. Og þar sem þau voru handviss að um þeirra ást væri sú eina sanna gengu þau í hjónaband, strax að lokinni útskrift úr menntaskóla árið 2002.

En þau gerðu með sér afar sérkennilegt samkomulag á brúðkaupsnóttina. Samkomulag sem átti ekki bara eftir að eyðileggja líf þeirra beggja, heldur fjölda annarra.

Samkomulagið hljóðaði upp á að ef annað hvort þeirra héldi fram hjá, myndu þau myrða viðkomandi. Í sameiningu. 

Kelly og Jason

Leiðin niður á við

Öllum ber saman um að hjónaband Kelly og Jason hafi verið gott þótt að þau hafi að mörgu leyti verið ólík í skapi. Fyrstu tíu ár hjónabandsins voru tíðindalaus en þá meiddist Jason illa í baki og varð að hætta að vinna en hann hafði starfað við viðhald og þrif á sundlaugum. 

Þau hjón reyndu sitt besta til að herða sultarólina en svo fór að skuldirnar fór að hrannast upp. 

Árið 2013 fluttu þau til Michican þar sem marijúana er leyft til lækninga, í þeirri von að slá á bakverki Jason. Það átti aftur á móti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar.

Jason þurfti mikla hvíld svo að Kelly hóf störf í verksmiðju sem framleiddi varahluti fyrir bandaríska flotann. Þar hitti hún Christopher Regan, 53 ára fyrrverandi hermann, og neistaði á milli þeirra frá fyrstu stundu, þrátt fyrir að Christopher væri 20 árum eldri en Kelly. 

Heilagt loforð

Þau byrjuðu að hittast í laumi. Christopher var einnig að halda fram hjá, hann átti kærustu til margra ára, Terri O’Donnell.

Sambandið var ástríðþrungið en eitt ár inn í framhjáhaldið sá Jason skilaboð frá Christopher berast í síma konu sinnar, sem var í næsta herbergi að ganga frá þvotti. 

Veröld Jason hrundi á þessu augnabliki í október 2014. Hjónin rifust alla nóttina og krafðist Jason af Kelly að hún myndi ,,redda málunum.”

Minnti hann hana á loforð brúðkaupsnæturinnar og að eina leiðin fyrir Kelly að öðlast fyrirgefningu væri að lokka Christopher heim til þeirra svo hann gæti skotið hann í höfuðið. Kelly skyldi horfa á ástmann sinn deyja. 

Kelly samþykkti. 

Daginn eftir hringdi Kelly í Christopher og sagði mann sinn hafa farið út úr bænum, sem auðvitað var lygi. Bauð hún honum að koma í rómantískan kvöldverð og ástríðufullt næturfjör og gat Christopher ekki staðist slíkt kostaboð. 

Christopher ásamt unnustu sinni, Terri.

Morðið á elskhuganum

Þegar að Kelly tók á móti Christopher leiddi hún hann beint upp í svefnherbergi þar sem Jason var í felum með hlaðin riffill. Hann horfði á konu sína stunda kynlíf með elskhuga sínum áður en hann steig fram og skaut Christopher í höfuðið. Hann lést samstundis. 

Blóðið skvettist út um allt herbergi, ekki síst á nakin líkama Kelly sem hafði ekki einu sinni fyrir að þrífa sig né klæða, heldur sótti rafmagnssög og í sameiningu skáru þau lík Chrisopher í bita. Settu þau líkamsleifarnar í nokkra ruslapoka sem Jason ók með út í nálægan skóg og henti hist og her. 

Þau voru nokkuð ánægð með verknaðinn en þurftu að losna við bíl Christophers. Kelly ók bílnum að útjaðri bæjarins og skildi hann þar eftir en tók ekki eftir miða á mælaborðinu. Christopher hafði aldrei áður farið heim til Kelly og því skráð niður heimilisfangið.

Miðinn átti eftir að verða þeim hjónum að falli. 

Næstum sloppin

Að tíu dögum liðnum var Terri, kærasta Christopher, orðin handviss um að eitthvað mikið væri að enda hafði hann aldrei látið sig hverfa áður og í þokkabót án þess að hafa samband við kóng eða prest. Tilkynnti hún hvarf hans til lögreglu. 

Bíllinn fannst fljótlega og í honum miðinn með heimilisfanginu. Þegar að lögregla ræddi við Kelly og Jason játaði Kelly sambandið en bætti við að þau hjón væru í opnu hjónabandi. Sú yfirlýsing var aftur þvert á hegðun Jason sem var augljóslega reiður yfir þeirri skýringu konu sinnar á eðli hjónbands þeirra.

Kelly og Jason

Þeim hafði aftur á móti tekist svo makalaust vel að hreinsa upp vettvang glæpsins að lögregla fann ekkert við húsleit sem tengdi þau hvarfi Christopher. 

Hjónunum fannst aftur á móti öruggara að láta sig hverfa og fóru aftur heim til Indiana og næsta árið var tíðindalaust.

En í febrúar 2016 hringdi Kelly á sjúkrabíl, sagði mann sinn veikan, og þegar að sjúkraflutningamenn mættu á heimili hjónanna var Jason látin.

Ekkjan óhuggandi

Kelly sat grátandi við hlið eiginmanns síns og sagði hann hafa látist af of stórum skammti heróíns sem hann hefði notað við krónískum bakverkjum. Hún grét einnig óstjórnlega við minningarathöfn hans þar sem hún sagði ,,allt þetta hafa verið það erfiðasta sem hún hefði lent í.” 

Mörgum fannst sú fullyrðing sérkennileg, ekki síst lögreglu, sem hafði löngum grunað hjónin um græsku og því neitað að afhenda lík Jason. 

Kelly lék sama leikinn og áður og lét sig hverfa að minningarathöfninni lokinni án þess að segja nokkurri sálu frá. 

Nokkrum dögum síðar barst lögreglu krufningarskýrslan og stóð þar svart á hvítu að þótt heróín hefði fundist í Jason hefði það ekki verið nóg til að ganga af honum dauðum, hann hafði kafnað. 

Það var nokkuð ljóst að Kelly hafði gefið eiginmanni sínum nógu stóran skammt af heróíni til að deyfa hann og svo kæft hann, líklegast með kodda. 

Það var lýst eftir Kelly Cochran um öll Bandaríkin og þótt hún væri nokkuð útsjónarsöm í að fela slóð sína var hún handtekin í Kentucky rúmum mánuði eftir morðið á Jason. 

Við yfirheyrslur játaði Kelly á endanum morðið á eiginmanni sínum og sagði ástæðuna vera að hann hefði tekið frá henni ,,það eina sem gerði hana hamingjusama í lífinu” og átti þá við Christopher.

Þau hefðu aftur á móti gert með sér samkomulag sem bar að halda. 

Vísaði hún því næst lögreglu á líkamsleifar elskhuga síns. 

Árið 2017 var Kelly Cochran dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Christopher Regan og ári síðar fékk hún 65 ara dóm fyrir morðið á eiginmanni sínum. 

Henni var nokk sama. ,,Ég hataði Jason og náði að hefna mín. Ég mun aldrei sjá eftir því,” sagði hún við réttarhöldin.

Það er morgunljóst að Kelly Cochran mun dvelja í fangelsi til æviloka. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig