Kandace Florence, 28 ára, Jordan Marshall, 28 ára, og Courtez Hall, 33 ára, höfðu haldið til Mexíkó seint í október til fagna Degi hinna dauðu sem er mikill hátíðisdagur í Mexíkó.
Unnusti Florence, sem fór ekki með í ferðina, ræddi við hana í síma að kvöldi 30. október. Þá sagði hún að sér liði illa og að hlutirnir væru ekki eins og þeir ættu að vera.
New York Post segir að síðan hafi símtalið slitnað og unnustinn hafi ekki getað náð sambandi við Florence á nýjan leik.
Hann hafði samband við leigusalann og bað hann um að kanna með ástand þremenninganna. Lögreglan var í framhaldi kvödd á vettvang og fann hún þremenningana látna.
Ættingjar þeirra segjasta hafa verið í sambandi við bandaríska sendiráðið í Mexíkó og hafi farið til Mexíkóborgar til að leita svara við hvað hafi gerst en hafi ekki enn fengið nein svör.
Jennifer Marshall, móðir Jordan, sagði WTKR að mexíkóska lögreglan hafi ekki verið fús til að veita upplýsingar um málið og að auki hafi tungumálaörðugleikar sett strik í reikninginn.