fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Rannsaka andlát þriggja vina sem fundust látin í Airbnb íbúð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 20:00

Vinirnir þrír.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldur þriggja Bandaríkjamanna krefjast svara frá mexíkóskum yfirvöldum um hvernig andlát þeirra bar að. Fólkið, tveir karlar og ein kona, fundust látin í Airbnb íbúð sem þau voru með á leigu í Mexíkóborg.

Kandace Florence, 28 ára, Jordan Marshall, 28 ára, og Courtez Hall, 33 ára, höfðu haldið til Mexíkó seint í október til fagna Degi hinna dauðu sem er mikill hátíðisdagur í Mexíkó.

Unnusti Florence, sem fór ekki með í ferðina, ræddi við hana í síma að kvöldi 30. október. Þá sagði hún að sér liði illa og að hlutirnir væru ekki eins og þeir ættu að vera.

New York Post segir að síðan hafi símtalið slitnað og unnustinn hafi ekki getað náð sambandi við Florence á nýjan leik.

Hann hafði samband við leigusalann og bað hann um að kanna með ástand þremenninganna. Lögreglan var í framhaldi kvödd á vettvang og fann hún þremenningana látna.

Ættingjar þeirra segjasta hafa verið í sambandi við bandaríska sendiráðið í Mexíkó og hafi farið til Mexíkóborgar til að leita svara við hvað hafi gerst en hafi ekki enn fengið nein svör.

Jennifer Marshall, móðir Jordan, sagði WTKR að mexíkóska lögreglan hafi ekki verið fús til að veita upplýsingar um málið og að auki hafi tungumálaörðugleikar sett strik í reikninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?