fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Pressan

Ónógur svefn gæti aukið líkurnar á sjónmissi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 18:30

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt er að tengja of lítinn svefn, syfju að degi til og hrotur við auknar líkur á gláku sem er sjúkdómur sem getur valdið blindu. Rannsóknir benda til að gláka muni leggjast á 112 milljónir manns um allan heim á næstu 20 árum.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það auki líkurnar á að fá óbætanlegan sjónmissi ef svefninn er ekki nægur. Sky News skýrir frá þessu.

Þegar gláka gerir vart við sig fækkar ljósnæmum frumum í auganu og sjóntaugin skemmist. Ef ekki er brugðist við getur þetta valdið blindu sem er óafturkræf.

Rannsóknin, sem hefur verið ritrýnd, náði til 409.000 manns. Hún hefur verið birt í BMJ Open Journal. Í henni koma fram nokkrar ástæður þess að slæm svefngæði og gláka geti tengst.

Ein er að innri þrýstingur á augað, sem er lykilatriði við þróun sjúkdómsins, aukist þegar fólk liggur og svefnhormónarnir eru í ólagi.

Þunglyndi og kvíði, sem oft koma upp samhliða svefnleysi, geta einnig aukið þrýstinginn og haft neikvæð áhrif á framleiðslu hýdrókortisón sem er aðal stresshormón líkamans.

Endurtekin og langvarandi tímabil með lágu súrefnisstigi í frumum, sem kæfisvefn veldur, geta einnig valdið skaða á sjóntauginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“
Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Villisvín skotið eftir að það beit mann á járnbrautarstöð

Villisvín skotið eftir að það beit mann á járnbrautarstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“