fbpx
Föstudagur 28.janúar 2022
Pressan

Undirtegund Ómíkron sækir í sig veðrið á Norðurlöndunum – Er hugsanlega enn meira smitandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 07:00

Veiran virðist hafa verið til staðar í Noregi 2019. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsk heilbrigðisyfirvöld fylgjast nú náið með undirtegund Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar en þessi undirtegund er kölluð BA.2 og er hugsanlega enn meira smitandi en upphaflega afbrigði Ómíkron að mati norska landlæknisembættisins FHI.

Dagbladet hefur eftir Karoline Bragstad, deildarstjóra hjá FHI, að afbrigðið hafi sótt mjög í sig veðrið í Danmörku og hlutum Svíþjóðar nú á nýja árinu en fram að því hafi það ekki verið áberandi.

Á skömmum tíma varð Ómíkron ráðandi afbrigði kórónuveirunnar um nær allan heim. Margar stökkbreytingar í broddprótíni afbrigðisins gera að verkum að það er bráðsmitandi. En Ómíkron á sér margar undirtegundir og ein þeirra nefnist BA.2 og nú fylgist FIH náið með þessari undirtegund.

Nokkur smit af völdum BA.2 hafa komið upp í Noregi og flest þeirra bárust frá Danmörku. Bragstad sagði að nú sjáist sífellt fleiri smit af völdum BA.2 á Skáni í Svíþjóð og megi tengja það við Kaupmannahöfn. Einnig fjölgi tilfellum af völdum BA.2 nú á Indlandi og á Filippseyjum.

Í nýjustu vikuskýrslu FHI kemur fram að BA.2 sé með 38 stökkbreytingar sem einnig er að finna hjá BA.1 sem er upphaflega afbrigði Ómíkron. Að auki er BA.2 með 27 aðrar stökkbreytingar en BA.1 aðeins 20.

Á síðustu viku síðasta árs voru um 400 tilfelli á heimsvísu af BA.2 staðfest en líklega voru þau miklu fleiri því ekki er leitað að afbrigðinu með þeirri aðferð sem mest er notuð í Evrópu að sögn Bragstad og það er erfiðara að greina það vegna erfðafræðilegrar uppbyggingar þess.

Bragstad sagði að til að finna BA.2 verði að skoða allt erfðamengi veirunnar sem sé seinleg aðferð en Danir séu leiðandi á því sviði og því hafi meirihluti tilfellanna 400 fundist í Danmörku.

Í gær var búið að finna 1.361 tilfelli af BA.2 í Danmörku að sögn Bragstad.

FHI telur að BA.2 geti verið enn meira smitandi en upphaflega afbrigði Ómíkron því það virðist dreifa sér enn hraðar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að BA.2 valdi alvarlegri veikindum en Ómíkron gerir almennt en Bragstad sagði að þó sé enn of snemmt að segja til um það með fullri vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svakalegar lýsingar á lífinu í Playboyhöllinni – „Eigum við að tala um mannlega hnignun? Þetta er viðbjóðslegt“

Svakalegar lýsingar á lífinu í Playboyhöllinni – „Eigum við að tala um mannlega hnignun? Þetta er viðbjóðslegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur glaðningur leyndist í ruslpóstinum – 390 milljónir

Ótrúlegur glaðningur leyndist í ruslpóstinum – 390 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frakkar þrengja enn að óbólusettum – Nýjar takmarkanir taka gildi í dag

Frakkar þrengja enn að óbólusettum – Nýjar takmarkanir taka gildi í dag