fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Dagmamma ákærð fyrir morð á eins árs barni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 07:59

Málið verður tekið fyrir í ágúst. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 ára dagmamma á Jótlandi í Danmörku hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt eins árs stúlku í nóvember 2019. Stúlkan lést á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum eftir að hafa verið í gæslu hjá konunni daginn áður.

Konan gætti stúlkunnar þennan dag því dagmamman sem gætti hennar venjulega var í fríi.

Það var konan sjálf sem hringdi í neyðarlínuna og óskaði eftir sjúkrabifreið. Stúlkan var strax flutt á sjúkrahús í Herning en síðan til Árósa. Þar lést hún daginn eftir.

Jótlandspósturinn segir að í ákærunni komi fram að bein hafi verið brotin beggja megin í höfuðkúpu stúlkunnar, hálshryggjarliðir hafi verið brotnir og aflagaðir, hún var með áverka á báðum augum og lungum.

Það er því niðurstaða saksóknara að dagmamman hafi „á tímabilinu frá klukkan 06.30 til 15.15 þann 28. nóvember 2019 hrist hina 15 mánaða gömlu stúlku og slegið hana ítrekað í höfuðið með þeim afleiðingum að hún lést af völdum áverkanna“.

Þess er krafist að konan verði dæmd fyrir morð en ef ekki teljist sannað að hún hafi myrt stúlkuna er þess krafist að hún verði dæmd fyrir sérlega grófa og hættulega líkamsárás sem hafi haft dauða í för með sér.

Það liðu um 18 mánuðir frá dauða stúlkunnar þar til lögreglan kærði konuna fyrir „gróft ofbeldi sem hafi haft dauða í för með sér“. Konan var kærð fyrir að hafa hrist stúlkuna og að hafa slegið hana með hörðum hlut.

Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í júní á síðasta ári.

Réttarhöldin hefjast 22. ágúst og er reiknað með að dómur verði kveðinn upp 5. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa