fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Trump þráspurði um þetta – „Þetta var svo heimskulegt“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 18:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var svo heimskulegt að maður getur næstum ekki talað um þetta.“ Svona lýsti einn starfsmaður Donald Trump upplifun sinni þegar hann starfaði fyrir Trump í Hvíta húsinu.

Þetta kemur fram í umfjöllun Rolling Stones þar sem því er lýst hversu upptekin Trump var af ákveðnu máli í upphafi kjörtímabilsins. Hann er sagður hafa nánast „yfirheyrt“ embættismenn og öryggisráðgjafa um málið.

Þetta hugðarefni hans var hvort Kínverjar hefðu yfir leynilegri tækni að ræða, jafnvel vopni, sem gæti myndað öfluga fellibylji sem þeir gætu sent í átt að Bandaríkjunum. Og ef svo væri, hvort Bandaríkin gætu litið á það sem árás og goldið í sömu mynt.

Þetta er sagt hafa verið ofarlega í huga Trump 2017 og hafi hann haft orð á þessu öðru hvoru 2018. „Ég taldi hann ekki vera að grínast,“ sagði einn heimildarmaður Rolling Stones.

Annar heimildarmaður sagði: „Ég var eitt sinn viðstaddur þegar hann spurði hvort Kínverjar gætu búið til fellibylji sem væri hægt að nota gegn okkur. Einn viðstaddra sagði: „Ekki eftir því sem ég best veit, herra.“. Ég reyndi bara að halda andlitinu þar til ég kom aftur inn á skrifstofuna mína. Ég veit ekki hvar hann heyrði um þetta.“

En Trump missti ekki allan áhuga á fellibyljum eftir 2018 því ári síðar er hann sagður hafa spurt hvort hægt væri að nota kjarnorkusprengjur gegn fellibyljum og leysa þá þannig upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun