fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Er þetta vendipunkturinn í máli Madeleine McCann? Segja að ný sönnunargögn hafi fundist

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. maí 2022 06:58

Madeilene og Christian Brueckner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru 15 ár síðan Madeleine McCann var numin á brott úr sumarleyfisíbúð í Algaver í Portúgal. Hún hefur aldrei fundist þrátt fyrir mikla leit og áralanga rannsókn lögreglunnar. Þýska lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins síðustu misseri en hún er sannfærð um að þýski barnaníðingurinn Christian B. hafi numið Madeleine á brott og orðið henni að bana.

„Við höfum fundið ný gögn og nýjar sannanir. Þetta eru ekki réttarmeinafræðileg sönnunargögn, en sönnunargögn. Á grunni þessara sönnunargagna eru við sannfærð um að hann hafði drepið Madeleine McCann,“ sagði Hans Christian Wolters, sem stýrir rannsókn þýsku lögreglunnar, í samtali við portúgölsku CMTV sjónvarpsstöðina í þættinum Sabado.

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla þá eru það hlutar úr náttfötum Madeleine sem Wolters vísar til. Eru þessir hlutar sagðir hafa fundist í bíl Christian B.

Foreldrar Madeleine hafa ekki gefið upp vonina um að sjá hana aftur á lífi en þýska lögreglan segist fullviss um að hún hafi verið myrt.

Bíll Christian B. Mynd: Þýska sambandslögreglan

 

 

 

 

 

 

Christian B. afplánar nú fangelsisdóm fyrir nauðgun á 72 ára  bandarískri konu í Portúgal fyrir mörgum árum. Hann afplánar dóminn í þýsku fangelsi.

Í Sabado sagði Wolters að hann telji að Madeleine hafi verið myrt og að Christian B. hafi verið að verki. Þegar þáttastjórnandinn spurði hann hvort það sé satt að lögreglan hafi fundið eitthvað, sem tilheyrir Madeleine, í bíl Christian B svaraði Wolters: „Ég vil ekki tjá mig um einstök atriði rannsóknarinnar.“

En þáttastjórnandinn gafst ekki upp og sagði: „En þið vísið því ekki á bug?“

„Ég vísa því ekki á bug,“ sagði Wolters.

Samkvæmt þýskum lögum má lögreglan ekki gera upplýsingar, tengdar yfirstandandi lögreglurannsóknum, opinberar fyrr en búið er að kynna þeim grunaða og lögmanni hans þær. Það hefur ekki enn verið gert í þessu máli að sögn breskra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?