fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Pressan

Leigubílstjórinn hringdi í lögregluna eftir að hann hafði aðstoðað farþegann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 06:03

Frá handtöku Xie. Mynd:Jiangxi City Public Security Bureau

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Xie Lei, 33 ára fyrrum framkvæmdastjóri karókíbars í Taihe í Kína, handtekinn í kjölfar tilkynningar frá leigubílstjóra. Xie pantaði leigubíl og bílstjórinn aðstoðaði hann við að setja ferðatösku í farangursrýmið. Í kjölfarið hringdi hann strax í lögregluna.

South China Morning Post skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið lyktin af ferðatöskunni sem varð til þess að leigubílstjórinn hringdi í lögregluna. Að auki voru blóðblettir á töskunni.

Leigubílstjórinn sagði lögreglunni að taskan væri mjög þung og lyktaði illa og væri þakin blóðblettum. Þegar bílstjórinn hringdi í lögregluna flúði Xie af vettvangi en skildi töskuna eftir.

Lögreglan kom á vettvang og opnaði töskuna og fann lík 19 ára konu í henni. Hún hafði starfað á karókíbarnum þar sem Xie starfaði þar til í ágúst en þá hætti hann störfum.

Lögreglan hét sem nemur um 600.000 íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Xie í þeirri von að almenningur myndi aðstoða við leitina að honum. Þetta bar árangur því hann var handtekinn daginn eftir í nærliggjandi sýslu en þangað hafði hann hjólað.

Rannsókn málsins stendur enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp