fbpx
Sunnudagur 10.nóvember 2024
Pressan

Netflix telur að nú hægi mikið á fjölgun áskrifenda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 19:32

Eftir 25 ár er Netflix hætt þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Netflix birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Þar kemur fram að áskrifendum hafi fjölgað um tæplega eina milljón á heimsvísu og eru þeir nú orðnir 209 milljónir. Áskrifendum fjölgaði meira en fyrirtækið átti von á en sérfræðingar á markaði höfðu spáð því að þeim myndi fjölga um 5,5 milljónir. Nú hyggst fyrirtækið breyta um stefnu í efnisvali og beina sjónum sínum í auknum mæli að eldri kynslóðum og einnig hefur það í hyggju að bjóða áskrifendum upp á tölvuleiki.

Samkeppnin á markaðnum hefur harðnað og streymisveitur á borð við Disney+ og HBO veita Netflix harða samkeppni.

Netflix segir að nú sé verið að undirbúa að bjóða upp á tölvuleiki sem verði hluti af áskriftinni án þess að verðið hækki. Sérstök áhersla verður lögð á tölvuleiki fyrir farsíma. Þetta gæti laðað nýja áskrifendur að, væntanlega yngri kynslóðirnar, en fyrirtækið ætlar einnig að beina sjónum sínum að eldri kynslóðunum með því að leggja meiri áherslu á efni sem höfðar til þeirra, til dæmis glæpamyndir og heimildarmyndir auk dramaþátta og mynda sem byggjast á sögulegum atburðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi fyrir að segjast hafa barist með Wagnerhópnum í Úkraínu

Dæmdur í fangelsi fyrir að segjast hafa barist með Wagnerhópnum í Úkraínu
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Fann mikið magn rómverskra peninga víðs fjarri útvarðstöðvum heimsveldisins

Fann mikið magn rómverskra peninga víðs fjarri útvarðstöðvum heimsveldisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tucker Carlson segir að „djöfull“ hafi ráðist á hann og veitt honum áverka

Tucker Carlson segir að „djöfull“ hafi ráðist á hann og veitt honum áverka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Hjón fundust látin eftir að hafa verið týnd í viku í skógi

Harmleikur í Svíþjóð – Hjón fundust látin eftir að hafa verið týnd í viku í skógi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert