fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Pressan

Gagnrýna FBI fyrir viðbrögð við stærsta barnaníðsmáli íþróttahreyfingarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 21:00

Larry Nassar. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI brást alltof seint við og ekki af nægilegri alvöru þegar ásakanir komu fram um að Larry Nassar, læknir, hefði beitt fjölda barna og ungmenna kynferðisofbeldi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni eru tveir lögreglumenn hjá FBI sakaðir um að hafa logið til að leyna „mörgum stórum mistökum“ en þetta varð til þess að Nassar gat haldið ofbeldisverkum sínum áfram mánuðum saman.

Nassar var dæmdur í 60 ára fangelsi 2017 fyrir vörslu barnakláms. Ári síðar var hann dæmdur tvisvar, annars vegar í 125 ára fangelsi og hins vegar í 175 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn mörg hundruð fimleikastúlkum.

Mál Nassar er það umfangsmesta af þessu tagi sem upp hefur komið í íþróttaheiminum.

Í skýrslunni kemur fram að umdæmisskrifstofa FBI í Indianapolis hafi ekki brugðist við ásökunum á hendur Nassar af þeirri alvöru og flýti sem nauðsynlegur var. „FBI rannsakaði málið ekki í rúmlega átta mánuði eftir viðtalið í september 2015,“ segir í skýrslunni en þar er vísað til símaviðtals við eitt fórnarlamba Nassar. Á þessum átta mánuðum hélt hann ofbeldisverkum sínum áfram.

Í yfirlýsingu frá FBI segir að skýrslan sýni svart á hvítu að framferði nokkurra starfsmanna stofnunarinnar sé „ófyrirgefanlegt og hafi varpað skugga á hana“.

Nassar játaði að hafa beitt stúlkur og ungar konur kynferðisofbeldi þegar hann starfaði hjá Michigan State University og hjá bandaríska fimleikasambandinu. Hann var læknir fimleikasambandsins á fjórum Ólympíuleikum.

Rúmlega 260 stúlkur og konur hafa stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi en hann beitti því undir því yfirskini að um læknismeðferð væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins
Pressan
Í gær

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?

Ráðgátan vindur upp á sig – Eru þetta lífsmerki frá Brian Laundrie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi

Dapurleg kórónuveirumet slegin í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var

Gömlu garðstytturnar voru ekki það sem talið var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi