fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 07:50

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku sluppu þrír hlébarðar úr Hangzhou Safari Park í Hangzhou í Kína. Tveir þeirra náðust um helgina en einn gengur enn laus nærri borginni en þar búa tæplega 11 milljónir. Það hefur vakið mikla reiði almennings að stjórnendur dýragarðsins leyndu því að dýrin hefðu sloppið út.

BBC segir að íbúar á svæðinu hafi tilkynnt um lausa hlébarða 1. maí en það hafi ekki verið fyrr en á laugardaginn sem stjórnendur dýragarðsins staðfestu að þriggja hlébarða væri saknað. Þeir báðust síðan afsökunar á að hafa ekki skýrt frá því að dýrin hefðu sloppið og sögðust hafa viljað forðast að valda ótta meðal almennings.

Embættismenn staðfestu á laugardaginn að tveir hlébarðar hefðu náðst. Því gengur einn enn laus nærri borginni. Leitarhópar eru að störfum og nota hunda og flygildi við leitina. Á sunnudaginn sást hlébarðinn frá flygildi en slapp undan leitarmönnum þegar þeir nálguðust hann.

Íbúar hafa verið hvattir til að sýna aðgæslu á meðan dýrið gengur laust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi