fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Telja sig hafa leyst 34 ára gamla finnska morðgátu – „Þú hefur rétt fyrir þér. Ég get verið illmenni því ég hef drepið tvisvar áður.“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 07:00

Hinn grunaði. Mynd:Vestre fængsel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur rétt fyrir þér. Ég get verið illmenni því ég hef drepið tvisvar áður,“ stóð í smáskilaboðum sem danskur karlmaður, sem nú er 51 árs, sendi fyrrum eiginkonu sinni í kringum áramótin 2015-2016. Það var á þessum tíma sem finnska lögreglan fór aftur að hafa áhuga á tengslum mannsins við morðmál frá 1987 en hann var lykilvitni í því á sínum tíma.

Vinna lögreglunnar varð til þess að nú hefur maðurinn verið ákærður fyrir morð sem átti sér stað um borð í ferjunni Viking Sally sem var á siglingu frá Svíþjóð til Finnlands. Á leiðinni var Klaus Schelke, 20 ára Þjóðverji, myrtur þar sem hann svaf ásamt unnustu sinni, Bettina Taxis 22 ára, á þyrlupalli ferjunnar. Bettina lifði hrottalega árásina af en var meðvitundarlaus vikum saman.

Daninn var 18 ára skáti þegar þetta gerðist og var, að því að talið var, sá sem fann þýska parið liggjandi í blóði sínu um miðja nótt.

Klaus og Bettina. Mynd:Finnska lögreglan

BT segir að hvorki finnsk yfirvöld né verjandi mannsins vilji skýra frá því hvað varð til þess að maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir morð og morðtilraun. BT segir að miðað við það sem kemur fram í dómsskjölum réttarins í Lyngby megi ráða að það hafi verið smáskilaboðasendingarnar til eiginkonunnar fyrrverandi sem hafi beint grun lögreglunnar að honum.

Hann hafði einnig í hótunum við fjölda lögreglumanna og lýsti sjálfum sér sem „tifandi sprengju“ sem hefði engu að tapa „öðru en lífi mínu sem mér er skítsama um“.

Maðurinn á langan sakaferil að baki og hefur eytt mörgum árum á bak við lás og slá. Hann hefur verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot og hótanir, rán, ólöglega vörslu vopna og þjófnaði. Hann hefur margoft flúið úr fangelsi, meðal annars með því að grafa göng með teskeið og með því að klifra yfir fangelsismúrinn með stiga sem hann bjó til úr fjölum úr rúmbotni.

Réttarhöld í málinu hefjast í Turku 24. maí. Daninn neitar sök.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?