fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Vafði milljónamæringnum um fingur sér árum saman – Síðan hrundi spilaborgin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 06:18

Tracii var iðin við að birta myndir af lúxuslífsstíl sínum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. febrúar síðastliðinn var Tracii Show Hutsona, 52 ára, handtekin en árum saman höfðu hún og unnusti hennar, Derrell, lifað sannkölluðu lúxuslífi. Saksóknarar segja að líf þeirra hafi byggst á lygum og illa fengnu fé.

Hversdagslíf þeirra Tracii og Derrell var ekkert venjulegt hversdagslíf, Lamborghini bílar, dýr veski, glæsileg samkvæmi og demantar. Þannig sýndu þau að minnsta kosti líf sitt í Los Angeles á YouTuberásinni „Homeless Millionaires“.

Tracii rak árum saman fyrirtæki sem tók að sér að aðstoða milljónamæringa við eitt og annað. Fyrirtækið heitir „Elite Lux Lifes“ og býður ríku fólki þjónustu við að annast eitt og annað, til dæmis sinna smá erindum og ýmsu tilfallandi á heimilum þeirra. Einn viðskiptavina fyrirtækisins var Joumana Kidd, leikari og og þáttastjórnandi, sem var áður gift körfuboltamanninum Jason Kidd.

Fyrir sex árum bjó hún með nýjum manni sínum Calabasas í Los Angeles. Hún hafði þá nýlega greinst með brjóstakrabbamein. Á meðan á geislameðferð stóð leitaði hún að aðstoðarmanni eða konu til starfa. Eftir meðmæli frá vinkonu sinni setti hún sig í samban við Tracii sem féllst á að starfa fyrir hana í hlutastarfi.

Fljótlega jukust verkefnin og Tracii eyddi sífellt meiri tíma heima hjá fjölskyldu Joumana. Hún sótti börnin í leikskólann, sá um póstinn og viðraði hundana. Á skömmum tíma hafði hún orðið sér úti um aðgang að heimili fjölskyldunnar og persónulegar upplýsingar. Í þrjú ár lék allt í lyndi og Tracii var nánast orðin hluti af fjölskyldunni. Elsta dóttirin á heimilinu sagði hana stundum vera hina móður sína.

Grunsemdir vöknuðu

Fjárhagsráðgjafi Joumana veitti því eftirtekt að háum fjárhæðum hafði verið eytt að undanförnu og þá vöknuðu grunsemdir hjá fjölskyldunni en þær beindust þó ekki að Tracii í upphafi. Joumana settist niður með Tracii til að fara yfir bókhaldið og útgjöldin. Tracii kom með ýmis ráð um hvernig væri hægt að skera útgjöldin niður. En það var ekki eyðsla Joumana sem var vandamálið, vandamálið var Tracii.

Hún virtist eiga nóg af peningum. Skjáskot/YouTube

Yfirferð Joumana og fjárhagsráðgjafa hennar leiddi í ljós að sem svaraði til 41 milljónar íslenskra króna vantaði á reikninga hennar. Joumana skildi þetta ekki og ræddi þetta við Tracii sem sagðist ekki vita neitt um málið. En fljótlega sá hún að sér og mætti grátandi heim til Joumana og játaði að hafa dregið sér fé til að ganga í augun á sambýlismanni sínum.

Fékk nýtt tækifæri

Tracii bað um fyrirgefningu og Joumana ákvað að fyrirgefa henni og sleppa því að kæra málið til lögreglunnar. Þær skrifuðu undir persónulega samning um áframhaldandi starf Tracii hjá fjölskyldunni og Joumana breytti öllum reikningsnúmerum sínum og aðgangsorðum að þeim. Samkvæmt samningnum átti Tracii að starfa áfram hjá fjölskyldunni á meðan hún greiddi það til baka sem hún hafði stolið.

Allt virtist nú vera í góðu lagi en þegar betur var að gáð var það ekki svo. 2019 uppgötvaði fjárhagsráðgjafinn aftur að eitthvað grunsamlegt var í gangi. Greiðslukort Joumana hafði verið notað af einhverjum öðrum en henni. Að þessu sinni var málið kært til lögreglu og Tracii sagt upp störfum samstundis.

Skartgripir voru meðal þess sem Tracii keypti. Skjáskot/YouTube

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hefur nú verið ákærð fyrir að hafa millifært peninga af reikningum Joumana og barna hennar yfir á sína eigin reikninga. Peningana notaði hún til að kaupa farsíma, fara á dýr veitingahús, næturklúbba, gistinga á lúxushótelum og í kaup á skartgripum. Samtals nema svikin mörgum milljónum dollara. Hún á allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek.

Langur afbrotaferill

Skoðun á ferli Tracii leiddi síðan í ljós að hún var engin nýgræðingur á sviði svika. 2005 starfaði hún hjá ráðningarskrifstofu. Þar sá hún um ákveðið verkefni fyrir tryggingafélag og réði tvo verktaka til starfa fyrir það en vandinn var að þessir verktakar voru ekki til. Greiðslurnar til þeirra runnu beint í vasa hennar sjálfrar. Hún hafði sem svarar til um 23 milljóna íslenskra króna upp úr þessu áður en upp um hana komst.

Hún kom einnig við sögu í tveimur svipuðum málum þar sem henni tókst að stela sem svarar til 65 milljóna íslenskra króna. Að auki hafði hún keypt bíla og þvottavélar og greitt fyrir með fölsuðum ávísunum.

Byggt á umfjöllun The New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað