fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

svik

Orðið á götunni: Jón Gunnarsson kyssir vöndinn – þiggur miskabætur og fær að bægslast um í matvælaráðuneytinu

Orðið á götunni: Jón Gunnarsson kyssir vöndinn – þiggur miskabætur og fær að bægslast um í matvælaráðuneytinu

Eyjan
25.10.2024

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði Jóni Gunnarssyni, alþingismanni, eftir 17 ára feril á þingi í uppstillingu lista flokksins í liðinni viku. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði á flótta úr fyrra kjördæmi sínu, Norðvestur, vegna þess að bakland hennar þar var horfið enda hefur hún átt heima í Kópavogi síðustu 10 ár. Hún bar sigurorð af Jóni sem Lesa meira

Engir skynsamlegir kjarasamningar mögulegir á meðan þessi ríkisstjórn situr, segir formaður VR

Engir skynsamlegir kjarasamningar mögulegir á meðan þessi ríkisstjórn situr, segir formaður VR

Eyjan
07.08.2023

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Ólaf Arnarson í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni að hann sjái ekki hvernig núverandi stjórnvöld geti komið að lausn komandi kjarasamninga. Ekkert traust ríki milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar, sem svikið hafi öll gefin loforð sem hún gaf í tengslum við lífskjarasamningana. „Ég sé ekki hvernig stjórnvöld Lesa meira

Björn Leví bendir á ítrekuð svik stjórnvalda á loforðum til þeirra verst settu

Björn Leví bendir á ítrekuð svik stjórnvalda á loforðum til þeirra verst settu

Eyjan
15.12.2021

„Í rúm 20 ár hafa stjórnvöld svikið loforðið aftur og aftur. Af og til verður það svo vandræðalegt að það þarf að bæta það upp sérstaklega. Það gerðist árið 1998, 2000, 2002, 2009, 2012 og 2017,“ svona hefst grein eftir Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni „Veistu að það er Lesa meira

Mörg hundruð Danir staðnir að svindli

Mörg hundruð Danir staðnir að svindli

Pressan
28.10.2021

Frá því í júní hafa 585 mál komið upp í Danmörku þar sem fólk er grunað um að brjóta reglur sem gilda um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur, sjúkradagpeninga eða aðrar framfærslubætur frá hinu opinbera. Málið snýst um að fólkið fór til útlanda á sama tíma og það þáði bætur en það er óheimilt samkvæmt Lesa meira

Hasssmyglarar plataðir upp úr skónum – Aðrir glæpamenn sviku þá illilega

Hasssmyglarar plataðir upp úr skónum – Aðrir glæpamenn sviku þá illilega

Pressan
06.08.2021

Meðlimir í dönsku smyglgengi, sem er talið hafa smyglað um einu tonni af hassi til Svíþjóðar, voru plataðir illilega af kaupanda í Svíþjóð sem keypti að minnsta kosti 30 kíló. Tveir sendlar smyglgengisins afhentu Svíunum hassið í Svíþjóð og fengu greiðslu upp á 1,1 milljón sænskra króna fyrir. En síðar kom í ljós að þeir Lesa meira

Vafði milljónamæringnum um fingur sér árum saman – Síðan hrundi spilaborgin

Vafði milljónamæringnum um fingur sér árum saman – Síðan hrundi spilaborgin

Pressan
19.04.2021

Þann 27. febrúar síðastliðinn var Tracii Show Hutsona, 52 ára, handtekin en árum saman höfðu hún og unnusti hennar, Derrell, lifað sannkölluðu lúxuslífi. Saksóknarar segja að líf þeirra hafi byggst á lygum og illa fengnu fé. Hversdagslíf þeirra Tracii og Derrell var ekkert venjulegt hversdagslíf, Lamborghini bílar, dýr veski, glæsileg samkvæmi og demantar. Þannig sýndu þau að minnsta kosti líf sitt í Los Angeles á YouTuberásinni „Homeless Millionaires“. Tracii rak árum Lesa meira

Fyrirtæki platað upp úr skónum – Töldu sig vera að kaupa kopar fyrir 4,6 milljarða

Fyrirtæki platað upp úr skónum – Töldu sig vera að kaupa kopar fyrir 4,6 milljarða

Pressan
12.03.2021

Fyrirtækið Mercuria Energy Group var grátt leikið síðasta sumar. Þá töldu forsvarsmenn þess að þeir væru að kaupa kopar að andvirði 4,6 milljarða íslenskra króna af tyrknesku fyrirtæki. Þetta voru 10.000 tonn. Um óhreinan kopar var að ræða en hann er með svörtu yfirborði. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þegar fyrstu gámarnir með farminum komu til Kína hafi Lesa meira

Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni

Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
09.02.2021

Nú eru nokkrar vikur síðan byrjað var að bólusetja Breta af fullum krafti gegn kórónuveirunni. Bólusetningarnar vekja að vonum vonir hjá fólki og hafa yfirvöld þurft að vara almenning við svikaskilaboðum, sem eru send sem smáskilaboð eða í tölvupósti, þar sem bóluefni eru boðin til sölu.   Glæpamenn hafa sent eldra fólki og fólki, sem á Lesa meira

Miklar verðhækkanir á kórónuveirubóluefni á djúpnetinu

Miklar verðhækkanir á kórónuveirubóluefni á djúpnetinu

Pressan
24.01.2021

Nú er bóluefnum gegn kórónuveirunni dælt út víða um heim eða jafn hratt og þau eru framleidd. Fyrir suma gengur þetta ekki nægilega hratt og því hefur myndast „svartur markaður“ fyrir þessi bóluefni, sérstaklega á djúpnetinu svokallaða. Það fór að bera á viðskiptum með bóluefni gegn kórónuveirunni í desember en að sögn tölvufyrirtækisins Check Point Lesa meira

FBI varar við svikum með bóluefni gegn kórónuveirunni

FBI varar við svikum með bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
16.12.2020

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur sent frá sér aðvörun vegna svika með bóluefni gegn kórónuveirunni. Bólusetningar eru hafnar í Bandaríkjunum með bóluefninu frá Pfizer. Milljónir manna bíða nú eftir að röðin komi að þeim og það reyna svikahrappar að nýta sér. Þeir segjast geta útvegað fólki bóluefni í skiptum fyrir viðkvæmar persónuupplýsingar. CNN skýrir frá þessu. FBI tekur þessu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af