fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þetta eru staðirnir þar sem mesta hættan er á að smitast af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 05:41

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að afléttingu sóttvarnaaðgerða er stóra spurningin hvað er óhætt að opna og hvað á að vera lokað áfram. Skoðanir eru skiptar um þetta og ýmsir hagsmunir takast á, bæði heilsufarslegir og fjárhagslegir. Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og ráðgjafi Joe Biden, forseta, um aðgerðir gegn heimsfaraldrinum er ekki í neinum vafa um hvar fólk smitast einna helst af kórónuveirunni og að þeir staðir eigi að vera lokaðir.

Í umfjöllun BGR um málið kemur fram að Fauci ráðleggi fólki frá því að safnast saman innanhúss því mörg smit megi rekja til viðburða innanhúss. Hann gerði lista yfir níu staði sem hann telur mestu líkurnar á að fólk smitist af kórónuveirunni.  Þeir eru:

 

1.     Kvikmyndahús

2.     Veitingastaðir

3.     Líkamsræktarstöðvar

4.     Trúarathafnir

5.     Barir

6.     Ferðalög með strætisvögnum, flugvélum eða járnbrautarlestum

7.     Íþróttaviðburðir

8.     Samkomur á einkaheimilum

9.     Tónleikar

 

Að hans mati er rétt að forðast fyrrgreinda staði og samkomur þar til hjarðónæmi hefur náðst. Hann leggur einnig mikla áherslu á að fólk noti andlitsgrímur, virði fjarlægðarmörk og gæti vel að handþvotti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi