fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

68% samdráttur í útflutningi í gegnum breskar hafnir til ESB eftir Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningur, sem fór í gegnum breskar hafnir, var 68% minni í janúar á þessu ári en í janúar á síðasta ári. Aðalástæðan fyrir þessu eru vandamál sem fylgja Brexit.

Observer skýrir frá þessu. Fram kemur að samtök flutningabílafyrirtækja hafi sent ríkisstjórninni bréf í byrjun mánaðarins þar sem bent er á að samtökin hafi mánuðum saman varað við að vandræði myndu fylgja Brexit og að finna yrði leiðir til að leysa úr málunum. Þessar aðvaranir hafi að mestu verið hunsaðar.

Samdrátturinn var í flutningum með ferjum yfir Ermasund og í gegnum Ermasundsgöngin. Í bréfi samtakanna til ríkisstjórnarinnar segir að þau hafi lengi lagt áherslu á að fjölga þyrfti tollvörðum til að aðstoða fyrirtækin við þá miklu skriffinnsku og pappírsvinnu sem fylgi nú flutningum yfir Ermasund. Nú eru um 10.000 tollverðir að störfum en það er aðeins fimmtungur þess fjölda sem samtökin telja nauðsynlegan til að hægt sé að takast á við þá miklu skriffinnsku sem fylgir útflutningi eftir Brexit.

Auk þess að útflutingur dróst mikið saman þá segja fulltrúar samtakanna að 65-75% þeirra flutningabíla sem komu til Bretlands hafi farið tómir aftur til meginlandsins því engar vörur hafi beðið flutnings. Ástæðan séu tafir við pappírsvinnu og að sum bresk fyrirtæki hafi tímabundið stöðvað útflutning til ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?