fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Sýrlendingur sakfelldur af þýskum dómstól fyrir stríðsglæpi í Sýrlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 22:00

Ung kona mótmælti fyrir utan dómhúsið í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyad al-Garib, 44 ára Sýrlendingur, var í gær fundinn sekur um þátttöku í glæpum gegn mannkyninu í Damaskus í Sýrlandi 2011. Það var dómstóll í Koblenz sem dæmdi hann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þetta.

Í dómsorði kemur fram að dóminn fái hann fyrir að aðstoða við glæpi gegn mannkyninu með því að handtaka mótmælendur og flytja í fangelsi í Damaskus en þar voru fangar pyntaðir.

Þetta er fyrsta málið sem kemur til kasta þýskra dómstóla þar sem fjallað er um pyntingar sem stjórn Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, hefur staðið á bak við.

Al-Garib var ákærður fyrir að hafa flutt að minnsta kosti 30 stjórnarandstæðinga í Al-Khatib fangelsið til að láta pynta þá. Hann starfaði þá fyrir sýrlensku leyniþjónustuna. Hann flúði síðar til Þýskalands þar sem hann var handtekinn í febrúar 2019.

Dómstólinn í Koblenz er einnig með ákæru á hendur Anwar Raslan til meðferðar en hann er 58 ára Sýrlendingur sem er talinn hafa verið ofursti hjá sýrlensku öryggislögreglunni. Hann er talinn hafa staðið á bak við morð á 58 manns og pyntingar á 4.000 til viðbótar í Al-Khatib fangelsinu. Þetta gerðist 2011 og 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir