fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Hundur varð 7 ára dreng að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. nóvember 2021 21:00

James McNeelis. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjár vikur var hundur, blanda af fjárhundi og corgi, McNeelis-fjölskyldunni, sem býr í Oklahoma í Bandaríkjunum, til mikillar gleði. Fjölskyldan hafði fundið hundinn yfirgefinn og tekið hann að sér.

Þann 20. október fór James McNeelis, 7 ára, út í garð að leika sér en hann skilaði sér ekki inn aftur. Fjölskylda hans fór þá að leita að honum og fékk nágranna sína til aðstoðar. Einnig var hringt í lögregluna. Independent skýrir frá þessu.

CBS hefur eftir Shannon Edison, nágranna fjölskyldunnar, að lögreglan hafi rétt verið komin á vettvang þegar hún heyrði mikið öskur. „Við vissum að eitthvað var að. Sem móðir þá þekkir maður svona öskur. Ef einhver hefur einhvern tímann heyrt svona öskur, þá þekkir hann það. Eitthvað mikið var að,“ sagði hún.

Það var móðir James sem öskraði en hún hafði fundið drenginn sem hafði verið drepinn af hundinum.

Foreldrar hans segja að aldrei hafi neitt gerst sem benti til að eitthvað svona hræðilegt gæti gerst. Hundurinn hafi ekki sýnt nein merki árásargirni. Hér hafi verið um hörmulegt slys að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu

Vopnahlé náðist eftir þrjá daga af banvænum árásum í Palestínu
Pressan
Í gær

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn
Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“

Móðir Gabby Petito segir dagbókarjátningu morðingjans fáránlega – „Við vitum hvernig hún dó“