fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Pressan

Peningarnir streyma inn – 130.000 krónur á sekúndu!

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 22:00

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir af stærstu framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni moka inn peningum á sölu þeirra. Reiknað er með að tekjur þriggja framleiðenda verði 34 milljarðar dollara á árinu en það svarar til þess að þeir fái sem svarar til 130.000 íslenskra króna á sekúndu!

Þetta eru niðurstöður greiningar fá People‘s Vaccine Alliance (PVA) sem eru samtök sem vinna að því að bæta aðgengi fólks um allan heim að bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Í greiningunni var hagnaður PfizerBioNTech og Moderna skoðaður en þessi þrjú fyrir standa á bak við tvö af mest notuðu bóluefnunum gegn kórónuveirunni.

PVA telur að fyrirtækin þrjú muni hagnast um 34 milljarða dollar, fyrir skatt, á þessu ári. Þetta svarar til þess að þau hagnist um sem svarar 130.000 íslenskum krónum á sekúndu.

Mat PVA er byggt á uppgjörstölum frá fyrirtækjunum sjálfum en ekki kemur fram hvort aðeins sé um tekjur af sölu bóluefna gegn kórónuveirunni að ræða. Fyrirtækin framleiða fleira en bóluefni gegn veirunni.

„Það er óásættanlegt að örfá fyrirtæki hagnist um milljónir dollara á hverri klukkustund á meðan aðeins tvö prósent íbúa lágtekjulanda hafa lokið bólusetningu gegn kórónuveirunni. PfizerBioNTech og Moderna hafa notfært sér einokunarstöðu sína til að leggja áherslu á samninga við ríkustu ríkisstjórnirnar en um leið hafa þau skilið lágtekjulöndin eftir úti í kuldanum,“ segir Maaza Seyoum, talsmaður Afríkudeildar PVA.

PVA segir að Pfizer og BioNTech hafi sent tæplega 1% af bóluefnaframleiðslu sinni til lágtekjulanda en Moderna aðeins 0,2%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Týndi viðkvæmum persónulegum upplýsingum um íbúa heillar borgar á djamminu

Týndi viðkvæmum persónulegum upplýsingum um íbúa heillar borgar á djamminu
Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Minni líkur á langvarandi COVID-19 af völdum Ómíkron en Delta

Minni líkur á langvarandi COVID-19 af völdum Ómíkron en Delta
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Kjarnorkuvopnum fjölgar í fyrsta sinn áratugum saman

Kjarnorkuvopnum fjölgar í fyrsta sinn áratugum saman
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Ný mynd frá Marsbílnum Perseverance vekur áhyggjur af mengun á Mars

Ný mynd frá Marsbílnum Perseverance vekur áhyggjur af mengun á Mars
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært