fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022
Pressan

Trekanturinn breyttist í martröð þegar kærastinn kom heim

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 23. október 2021 22:04

Heidi og Carey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru látnir í Indiana Bandaríkjunum eftir að trekantur sem var skipulagður í gegnum stefnumótaforritt breyttist í martröð.

Hryllingurinn átti sér stað á þriðjudaginn. Kona að nafni Heidi Kathleen Carter kynntist pari á stefnumótaforriti og bauð þeim heim til sín í trekant. Þau drukku áfengi, neyttu fíkniefna og hófu svo að stunda kynlíf. Hins vegar breyttist þetta kvöld fljótt í andhverfu sína. Heidi átti kærasta, Carey Hammond, sem hafði ekki hugmynd um að Heidi væri heima að skemmta gestum. Hann kom heim þegar Heidi var í miðjum klíðum og brást ókvæða við.

Ekki er alveg ljóst nákvæmlega hvað átti sér stað eftir að Carey kom heim. En daginn eftir mætti ónefnd kona á svæðið til að hjálpa Heidi að þrífa íbúðina. Heidi tók á móti henni, þær pöntuðu sér pitsu og þrifu minnst tvo herbergi áður en hljóð heyrðust frá einu svefnherberginu. Konan sagði í samtali við lögreglu að „hún heyrði kvenmann biðja um hjálp og biðja um að fá að nota salernið,“ segir í skýrslu. „Konan settist svo niður á það sem hún hélt að væru púðar og teppi. Hún uppgötvaði eftir að hún settist að undir teppunum var lík.“ Konan segir að henni hafi brugðið mikið, en þegar hún ætlaði að flýja þá hafi Carey meinað henni að komast út. Henni tókst þó að sleppa og hafði umsvifalaust samband við lögreglu.

Lögregla kom fljótt á staðinn og skipaði Carey og öðrum sem væru staddir á heimilinu að ganga út með hendur á lofti. Carey kom út, en fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að hafa hendur á lofti. Þess í stað virtist hann tilbúinn undir átök og hélt á því sem lögregla taldi vera skotvopn og var því skotinn til bana af lögreglu.

Þegar lögregla komst svo inn í húsið mætti þeim skelfileg sjón. Látinn karlmaður var vafinn inn í teppi og hafði greinilega orðið fyrir grófu ofbeldi. Þar fannst einnig kona sem hafði verið bundin og beitt ofbeldi, en var enn á lífi.

Hún greindi lögreglu frá því að Carey hafi nauðgað henni ítrekað um nóttina og beitt mann hennar grófu ofbeldi áður en hann vafði belti sínu um háls hans og kyrkti. Það sem meira var, þá hafði Heidi hjálpað honum.

Þar sem Carey er látinn er ekki hægt að kæra hann fyrir morðið, nauðgunina, frelsissviptinguna og ofbeldið. Hins vegar telur lögregla að Heidi hafi framið þessi brot í samverknaði með honum og hefur hún því verið handtekinn og verður ákærð fyrir hryllinginn. Heidi sjálf neitar sök og segir að hún hafi aðeins spilað með í þessum aðstæðum til að sleppa sjálf undan ofbeldi og til að friðþægja mann sinn.

Margir hafa þó talið það hæpið þar sem ljóst er af frásögn vitna og þolanda að Heidi yfirgaf á einhverjum tíma heimilið, á meðan á frelsissviptingunni og ofbeldinu stóð, en hafði engu að síður ekki samband við lögreglu. Þolandi greindi lögreglu jafnframt frá því að eftir að Carey hafði myrt manninn þá hafi Heidi sagt við hann að hún þekkti „einhvern í Indianapolis sem kann að losa sig við lík.“

Lögregla telur einnig að Carey hafi aldrei ætlað sér að ganga lifandi frá vettvangi. Það sem lögregla taldi vera skotvopn reyndist vera hlutur úr járni eða plasti sem hafði verið mótaður til að minna á byssu, en það hafi Carey viljandi gert til að fremja sjálfsmorð fyrir tilstuðlan lögreglu (e. suicide by cop).

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

43 flóttamenn drukknuðu á sunnudaginn

43 flóttamenn drukknuðu á sunnudaginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar

Grænlendingar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Tinderstefnumótinu – Hélt að hann hefði framið hið fullkomna morð

Morðið á Tinderstefnumótinu – Hélt að hann hefði framið hið fullkomna morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði