fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Ákærð fyrir að halda kynlífspartý fyrir son sinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 07:00

Shannon O’Connor. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún sá um að útvega áfengi, unga fólkið þurfti bara að mæta. En engin mátti fá að vita um samkvæmin. Svona gekk þetta frá því í júní 2020 fram á vor á þessu ári.

Shannon Marie O‘Connor, frá Los Gatos í Kaliforníu, sá um að skipuleggja þessi samkvæmi sem sonur hennar tók þátt í. Nú hefur hún verið ákærð fyrir athæfið, meðal annars fyrir að hvetja ungmenni til að stunda kynlíf á meðan hún fylgdist með.

People skýrir frá þessu. Í ákærunni kemur fram að hún sé ákærð fyrir grófa misnotkun á börnum, kynferðisofbeldi og fyrir að hafa útvegað ólögráða ungmennum áfengi í samkvæmunum.

Shannon hvatti ungmennin til að halda samkvæmunum og því sem þar fór fram leyndu fyrir foreldrum þeirra, jafnvel þegar eitt ungmennið leið út af ofan í eigin ælu í einu samkvæminu.

Sumir þeirra sem sóttu samkvæmin hafa skýrt frá því hvað gerðist þar. Einn sagði að Shannon, sem er 47 ára, hafi haldið nýárspartý ásamt fimm 14 ára unglingum. Þar hafi hún horft á og hlegið þegar ölvaður unglingur nauðgaði ungri konu. Í eitt sinn fór hún með ölvaðan unglingspilt inn í herbergi þar sem ung stúlka, sem var undir áhrifum, lá í rúminu. Hún var 14 ára og nauðgaði pilturinn henni. Fórnarlambið spurði Shannon síðan: „Af hverju skildir þú mig eftir hjá honum? Af hverju? Þú vissir hvað hann myndi gera mér.“

Shannon sendi ungmennum boð í samkvæmin í gegnum Snapchat eða með smáskilaboðum. Í þeim hvatti hún þau til að koma heim til sín um miðja nótt til að drekka áfengi.

Shannon býr nú í Idaho en verður framseld til Kaliforníu þar sem réttarhöldin fara fram. Hún er einnig ákærð fyrir að hafa svikið 120.000 dollara út á greiðslukort fyrrum vinnuveitanda síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Í gær

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi

Síðasta ár var hlýjasta ár sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Í gær

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun vísindamanna – „Hvernig hefur enginn séð þetta áður?“

Mögnuð uppgötvun vísindamanna – „Hvernig hefur enginn séð þetta áður?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO segir að endurteknir örvunarskammtar séu ekki nothæf aðferð til frambúðar

WHO segir að endurteknir örvunarskammtar séu ekki nothæf aðferð til frambúðar