fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 05:59

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæplega þremur árum, þann 31. október 2018, hvarf Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu í útjaðri Osló. Hvarf hennar þykir mjög dularfullt og er enn óleyst. Á heimili hennar og eiginmanns hennar, Tom Hagen, fundust miðar með kröfu um greiðslu lausnargjalds í rafmynt. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum þunga og telur að hægt verði að upplýsa málið að lokum. Hún telur fullvíst að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Grunur lögreglunnar hefur lengi beinst að Tom Hagen og telur lögreglan að hann hafi átt hlut að máli, að minnsta kosti viti hann hver eða hverjir voru að verki. Vitað er að hjónin glímdu við hjónabandsörðugleika og  Anne-Elisabeth hafði að sögn hugleitt að fara fram á skilnað. Þau hjónin eru milljarðamæringar.

VG hefur eftir lögreglunni að nú hafi verið ákveðið að beina kröftum hennar að nýrri slóð, sem er þó ekki svo ný. Það er hinn svokallaði „kryptomand“ (rafmyntamaðurinn) sem sjónir lögreglunnar beinast nú að. Þetta er norskur karlmaður á fertugsaldri sem hefur áður verið yfirheyrður vegna málsins.

En nú beinast sjónir lögreglunnar að honum af öðrum ástæðum en áður. Í vor var hann sakaður um aðild að frelsissviptingu en hann hefur neitað sök. Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Tom Hagen og „kryptomanden“ hafi hist skömmu áður en Anne-Elisabeth hvarf.

Lögreglan telur ekki lengur að „kryptomanden“ hafi átt aðild að hvarfi Anne-Elisabeth en telur hins vegar að hann geti verið lykillinn að lausn málsins. Lögreglumenn eru sagðir sannfærðir um að þeir sem námu Anne-Elisabeth á brott hafi stolið persónuupplýsingum „kryptomanden“ og notað þær.

Eins og staðan er nú þá telja stjórnendur rannsóknarinnar að þessi slóð sé líkleg til að ná árangri við rannsókn málsins. Germund Hanssen, talsmaður lögreglunnar, sagði í samtali við VG að af þessum sökum muni lögreglan nú beina kröftum sínum að þessari slóð. Meginmarkmiðið sé að finna út hver skrifaði hótunar- og lausnargjaldsbréfið sem fannst á heimili Hagen-hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim