Föstudagur 26.febrúar 2021
Pressan

Danir banna flug til og frá Dubai

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 13:15

Frá Dubai.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi tilkynnti Benny Engelbrecht, samgönguherra Danmerkur, að frá og með miðnætti í gærkvöldi væri allt flug til og frá Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum bannað. Gildir bannið í fimm daga til að byrja með.

Ástæðan fyrir banninu er að grunur leikur á að kórónuveirusýnataka, sem boðið er upp á við brottför frá Dubai, sé ekki áreiðanleg. Nú þurfa þeir sem koma til Danmerkur að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr kórónuveirusýnatöku sem má ekki vera meira en sólarhrings gömul.

Í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu er haft eftir Engelbrecht að stökkbreytt afbrigði veirunnar hafi borist til Danmerkur í gegnum Dubai og því sé ekki hægt að sitja aðgerðalaus á hliðarlínunni. „Af þessum sökum verður allt farþegaflug til og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum bannað í fimm daga á meðan málið verður rannsakað til fulls og tryggt að sýnatakan sé framkvæmd eins og gera á,“ er einnig haft eftir ráðherranum.

Utanríkisráðuneytinu barst „ábending“ sem vakti grunsemdir um að ekki væri allt með felldu hvað varðar sýnatökuna í Dubai. Ekki kemur nánar fram í tilkynningunni hvenær ábendingin barst eða hvers eðlis hún er nákvæmlega.

Töluverð fjölmiðlaumfjöllun hefur verið um ferðir Dana til Dubai að undanförnu en margir hafa farið þangað til að sóla sig. Þar þurfa ferðamenn ekki að fara í sóttkví þrátt fyrir að smitum hafi fjölgað mikið í landinu að undanförnu.

Í síðustu viku skýrði danska sóttvarnastofnuninStatens Serum Institut, frá því að fyrsta tilfelli bráðsmitandi afbrigðis af veirunni, sem kennt er við Suður-Afríku, hefði greinst í Danmörku. Það bar danskur ferðamaður með sér frá Dubai.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA birtir nýjar myndir frá Mars – „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims“

NASA birtir nýjar myndir frá Mars – „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er ekki búinn að gefast upp – Hyggur á hefndir gagnvart samflokksfólki sínu

Trump er ekki búinn að gefast upp – Hyggur á hefndir gagnvart samflokksfólki sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili