fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Donald Trump stefnir Facebook, Google og Twitter

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 20:01

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hafa stefnt Facebook, Twitter og Google fyrir dóm. Hann sakar fyrirtækin um að hafa beitt hann ólögmætri ritskoðun. Málshöfðunin er það nýjasta sem gerist í áralöngum deilum hans við fyrirtækin um tjáningarfrelsi.

„Við krefjumst þess að endir verði bundinn á þessa ritskoðun og bann sem þið þekkið öll svo vel,“ sagði Trump á fréttamannafundi í New Jersey í gær. Hann sagði einnig að stjórnarformönnum fyrirtækjanna hafi einnig verið stefnt fyrir dóm en hann sagðist hafa lagt fram stefnu á hendur fyrirtækjunum og stjórnarformönnunum hjá alríkisdómstóli í Flórída.

Trump telur að fyrirtækin hafi beitt hann hróplegu óréttlæti þegar þau útilokuðu hann frá miðlum sínum í janúar í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið en margir telja að Trump hafi hvatt þá til árásarinnar.

Áður en til árásarinnar kom hafði Trump ítrekað nýtt sér samfélagsmiðla til að setja fram staðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl, ásakanir sem dómstólar hafa hafnað og sömu afstöðu hafa sumir úr stjórn hans og Repúblikanaflokknum tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar