fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ný tíðindi í máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan hefur fengið ábendingar um nafngreinda aðila

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 05:57

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni bað norska lögreglan almenning um aðstoð við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen en henni var rænt af heimili sínu í lok október 2018. Lögreglan telur fullvíst að hún hafi verið myrt og hefur eiginmaður hennar, Tom Hagen, stöðu grunaðs í málinu. Lögreglan ákvað fyrr í vikunni að fara þá óvenjulegu leið að biðja almenning um aðstoð og hefur það skilað um 80 ábendingum. Sumar þeirra varða nafngreinda einstaklinga og segir lögreglan að margar ábendinganna séu mjög áhugaverðar.

Hótunarbréf, þar sem krafa um lausnargjald var sett fram, fannst á heimili Hagen-hjónanna eftir hvarf Anne-Elisabeth. Í því var einnig lykilorð sem Tom átti að nota til að eiga í samskiptum við mannræningjana. Þetta lykilorð var notað fjórum mánuðum áður á heimasíðunni pasted.co og þar var einnig búið að skrifa inn vefslóðir tveggja heimasíðna fyrir rafmyntir. Lykilorðið sem var notað var „anne“.

Þessu skýrði lögreglan frá í vikunni í þeirri von að það myndi verða til þess að almenningur gæti veitt einhverjar vísbendingar í málinu. Í gær skýrði lögreglan frá því að henni hefðu borist um 80 ábendingar í kjölfarið og að sumar þeirra væru svo „nákvæmar og mikilvægar“ að þær verði rannsakaðar ofan í kjölinn.

„Ábendingarnar snúast bæði um nafngreinda einstaklinga og ákveðna hópa. Margar ábendinganna snúast einnig um ákveðin einkenni og hvernig er hægt að lýsa þeim nánar,“ hefur VG eftir Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjóni.

Flest bendir til að sá eða þeir sem skipulögðu ránið á Anne-Elisabeth hafi búið yfir mikilli þekkingu á rafmyntum og ýmsu þeim tengdu. Af þessum sökum sneri lögreglan sér til almennings og bað um aðstoð, hún beindi ákalli sínu sérstaklega til þeirra sem búa yfir tækniþekkingu og þekkingu á rafmyntum.

Hanssen sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að í heildina skeri uppbygging greiðsluleiðanna, sem rafmyntin átti að fara um, sig úr því sem venja var 2018. Lögreglan hefur einnig skýrt frá því að nokkrir rafmyntareikningar hafi verið stofnaðir undir fölsku nafni en það var selt á „djúpnetinu“ sem er almennt ekki aðgengilegt fyrir venjulega netnotendur. Af þeim sökum grunar lögregluna að gerendurnir búi yfir mikilli þekkingu og getu á þessu sviði. Þetta byggir hún meðal annars á að árið 2018 þekktu fáir rafmyntina Dash. Það að gerendurnir hafi búið yfir þeirri þekkingu og verið viljugir til að ræna Anne-Elisabeth ætti í raun að gera listann yfir grunaða stuttan. Lögreglan hefur áður skýrt frá því að hún telji að sá eða þeir sem stóðu á bak við mannránið hafi norsku að móðurmáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband