fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

21 árs kona hvarf á leið til vinnu – Síðan byrjuðu dularfull skilaboð að berast úr farsíma hennar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 06:00

Savannah Gold.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. ágúst 2017 fór Savannah Gold, 21 árs, frá heimili sínu í Jacksonville í Flórdía til vinnu á veitingastaðnum þar sem hún starfaði. Hún var búin að klæða sig í vinnufötin, svartar buxur og skó og hvítan kokkajakka. En hún skilaði sér aldrei til vinnu.

Vinnufélagar hennar hjá Bonefish Grill tóku auðvitað eftir því að hún mætti ekki til vinnu og höfðu samband við foreldra hennar en þau vissu ekki annað en að hún hefði farið til vinnu.

Um leið og áhyggjur þeirra af henni uxu byrjuðu undarleg skilaboð að berast úr farsíma hennar til þeirra og til bróður hennar, Chris. Skilaboðin voru ansi undarleg og margar stafsetningarvillur í þeim.

„Hæ, ég vildi bara segja ykkur mömmu að ég hitti rosalega góðan mann og við erum að stinga af saman. Ég elska hann og við förum í kvöld. Ég hringi í ykkur seinna, þegar við erum komin á áfangastað,“ stóð í skilaboðunum til foreldra hennar.

„Hæ, ég er búin að segja upp og fer í burtu með kærastanum mínum. Ég nenni þessu rugli hér ekki lengur. Ég hef það fínt, ég vil bara komast í burtu,“ stóð í skilaboðunum til Chris. Mirror skýrir frá þessu.

Fjölskyldan hafði miklar áhyggjur af henni og var viss um að hún hefði ekki skrifað þessi skilaboð sjálf. Þau voru illa orðuð og voru allt öðruvísi uppbyggð en önnur skilaboð frá henni og auk þess var orðanotkunin önnur. Það voru heldur engar líkur á að hún hefði farið í vinnu til þess eins að segja fjölskyldu sinni síðan að hún væri að stinga af með manni sem hún nafngreindi ekki einu sinni. Þetta passaði bara engan veginn að mati fjölskyldunnar sem hafði samband við lögregluna.

Rannsókn hófst strax. Við veitingastaðinn fann lögreglan bíl Savannah og var hann ólæstur. Búið var að skera á annað framdekkið og veskið hennar var inni í bílnum. Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýndu að hún hafði lagt bíl sínum á bílastæðinu og síðan gengið að öðrum bíl þar sem karlmaður sat undir stýri. Hún ræddi við hann án þess að setjast inn í bílinn og greinilegt var að þau þekktust. Skyndilega settist hún inn í bílinn hjá honum en vaktin hennar átti að byrja eftir nokkrar mínútur. Það var að sjá að þau sætu í bílnum og væru að tala saman. Skyndilega fór bíllinn að hristast. Dyr opnuðust og lokuðust aftur og það var að sjá að heiftarleg átök stæðu yfir inni í bílnum. Síðan steig maðurinn út úr bílnum, gekk að bíl Savannah og skar á dekkið og settist síðan aftur inn í sinn bíl.

Klukkan 18.04 ók hann af stað frá veitingastaðnum og hafði Savannah ekki komið út úr bílnum áður. Lögreglan bar kennsl á ökumanninn en hann reyndist vera Lee Rodarte, 28 ára. Hann var kokkur á veitingastaðnum og því samstarfsmaður Savannah. Þau höfðu átt í stuttu ástarsambandi sem fólk lýsti sem sundur/saman sambandi.

Lee Rodarte.

Lee var tekinn til yfirheyrslu. Í fyrstu hélt hann því fram að hann hefði ekki hitt Savannah en þegar hann var tekinn til yfirheyrslu á nýjan leik þremur dögum síðar breytti hann frásögn sinni hvað eftir annað. Hann sagði að Savannah hefði sest inn í grænan bíl sem hafi verið ekið af manni sem hann þekkti ekki. En upptakan úr eftirlitsmyndavélinni sýndi allt aðra atburðarás.

Að lokum játaði hann og sagðist hafa komið með ýmsar útgáfur því hann hafi verið hræddur við að segja sannleikann. Hann sagðist hafa hitt Savannah þegar hún mætti til vinnu og að þau hafi byrjað að rífast. Hann játaði að hafa orðið henni að bana í bílnum en hélt því fram að það hafi verið slys. Hann játaði einnig að hafa síðan sent fjölskyldu henni fyrrgreind skilaboð.

Hann benti lögregluna á vatn þar sem hann hafði losað sig við líkið. Þar fundu kafarar líkið þann 5. ágúst.

Krufning leiddi ekki í ljós nákvæma dánarorsök en ljóst var að Savannah hafði verið beitt miklu ofbeldi. Hún hafði verið bundin og brunasár þöktu 75% líkama hennar. Heima hjá Lee fann lögreglan hnífa, bensín, klór og eldstæði.

Lee var ákærður fyrir morð. Í fyrstu neitaði hann sök en 2019 breytti hann um stefnu og viðurkenndi að hafa valdið Savannah líkamstjóni en sagði það hafa gerst í nauðvörn.

Dómur féll í mars á þessu ári. Lee var dæmdur í 40 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?