fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 22:00

Gordon til hægri og Netts til vinstri. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareeca Gordon var nýlega dæmd í 23 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa myrt vinkonu sína, Phoenix Netts, í íbúð þeirra í Birmingham á Englandi í apríl á síðasta ári. Gordon stakk Netts fjórum sinnum og sagaði lík hennar síðan í sundur.

Tilviljun varð til þess að upp komst um hana mánuði síðar. Hún var þá handtekin nærri námu en þá var hún með tvær ferðatöskur meðferðis með líkamsleifum Netts í.

Gordon játaði sök. Hún hafði sent ítrekuð skilaboð til fjölskyldu Netts til að reyna að sannfæra hana um að hún væri enn á lífi og væri flutt til Lundúna. Saksóknari sagði að Netts hefði sagt vinkonu sinni í febrúar að Gordon hefði krafist þess að þær stunduðu kynlíf saman og hafi orðið illskeytt þegar Netts hafnaði því. Sky News skýrir frá þessu.

Upp komst um Gordon þegar lögreglunni var tilkynnt um bíl á ferð nærri námu í Coleford. Þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Gordon fundu þeir tvær ferðatöskur með líkamsleifum Netts. Hún hafði reynt að brenna líkamshlutana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“