fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Pressan

Ógnvekjandi þróun mála í Bandaríkjunum – Þingmönnum kynnt hversu alvarleg staðan er

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 05:24

Bandaríska þinghúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgasinnaðir stuðningsmenn Donald Trump, forseta, eru allt annað en sáttir við að Joe Biden taki við embætti forseta eftir eina viku. Þeir hyggjast myrða þingmenn úr bæði Demókrataflokknum og Repúblikanflokknum nú í aðdraganda embættistöku Biden. Eru öfgamennirnir sagðir vera með ákveðnar áætlanir um hvernig þeir muni bera sig að við þetta.

CNN og HuffPost skýra frá þessu. Báðir miðlarnir hafa fengið þær upplýsingar frá þingmönnum Demókrata að lögreglan, sem sér um gæslu þingsins, hafi kynnt þeim þetta. „Þeir (lögreglan, innskt. Blaðamanns) segja að um 4.000 vopnaðir „föðurlandsvinir“ ætli að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að Demókratar komist inn,“ sagði Conor Lamp, Demókrati, í „New Day“ þætti CNN.

„Þeir eru með opinberar leiðbeiningar um hvernig þeir geta tekið þátt, hvenær á að skjóta og hvenær á ekki að skjóta. Þetta er skipulagður hópur með áætlun,“ sagði hann einnig.

HuffPost segir að forysta þingsins hafi kynnt Demókrötum þessar skelfilegu fyrirætlanir öfgasinnana í gær. Segir miðillinn að lögreglan fylgist náið með þremur hópum sem eru taldir líklegir til að láta til skara skríða.

Fyrsta árásin er sögð tengjast mótmælum sem nefnast „stærstu vopnuðu mótmæli sögunnar í Bandaríkjunum“. Önnur ógn er tengd við mótmæli sem er ætlað að heiðra Ashli Babbitt sem var drepin af lögreglunni þegar hún tók þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar.

HuffPost segir að þriðja og skelfilegasta áætlunin sé að öfgasinnarnir hyggist umkringja þinghúsið, Hvíta húsið og Hæstarétt. Þeir hyggjast meina Demókrötum aðgang að þinghúsinu og jafnvel myrða þá þannig að Repúblikanar geti áfram verið við stjórnvölinn. HuffPost hefur þetta eftir þremur þingmönnum. Þessi ógn beinist einnig að þingmönnum Repúblikana sem ekki hafa stutt tilraunir Trump til að hnekkja niðurstöðum forsetakosninganna.

HuffPost segir að þeir þingmenn sem rætt hefur verið við séu „mjög áhyggjufullir“ vegna málsins. Þingmenn hafa verið beðnir um að skýra ekki frá nákvæmum upplýsingum um þessa ógn því það geti hjálpað öfgasinnunum við skipulagningu ódæðisverka. Af þessum sökum hefur HuffPost ekki birt upplýsingar um hverjir standa á bak við skipulagningu ódæðisverkanna eða hvenær á að fremja þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllingur á heimavistinni – „Ég vil gjarnan ríða þér“

Hryllingur á heimavistinni – „Ég vil gjarnan ríða þér“
Pressan
Í gær

Skotinn til bana í Huddinge

Skotinn til bana í Huddinge
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknaðist algjörlega af mígreni við að skipta alfarið yfir í grænmetisfæði

Læknaðist algjörlega af mígreni við að skipta alfarið yfir í grænmetisfæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftslagsbreytingarnar – Þetta getur þú gert til að draga úr kolefnisfótsporum þínum

Loftslagsbreytingarnar – Þetta getur þú gert til að draga úr kolefnisfótsporum þínum