fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 15:05

Íranski byltingarvörðurinn er Bandaríkjunum þyrnir í augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að virkja allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem voru í gildi áður en samningur um kjarnorkumál við landið var undirritaður 2015. Að auki hóta Bandaríkin aðildarríkjum SÞ að loka á aðgang þeirra að bandarískum fjármálamörkuðum ef þau fylgja þessum refsiaðgerðum ekki.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta á laugardaginn. Refsiaðgerðirnar tóku gildi á miðnætti í nótt.

Bandaríkjastjórn hefur síðan í ágúst haft í hótunum um að virkja svokallað „snapback“ ákvæði í kjarnorkusamningnum en það heimilar löndunum, sem voru aðilar að samningnum, að taka allar refsiaðgerðir SÞ gegn Íran upp á nýjan leik ef þau telja að Íran standi ekki við skilmála samningsins.

Flest aðildarríki öryggisráðsins telja að Bandaríkin hafi ekki heimild til að gera þetta því Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samningnum fyrir tveimur árum. En nú reyna bandarísk stjórnvöld samt sem áður að taka refsiaðgerðirnar upp á nýjan leik.

Pompeo sagði að á næstu dögum kynni Bandaríkjastjórn hvaða aðgerða hún muni grípa til gegn þeim sem „brjóta reglurnar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun