fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

refsiaðgerðir

Nýr leikur Rússa veldur verðhækkunum

Nýr leikur Rússa veldur verðhækkunum

Fréttir
13.02.2023

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hækkuðu ýmsar hrávörur mikið í verði en verðið hefur verið á niðurleið síðustu mánuði. En verðsveiflum, af völdum stríðsins, er ekki lokið og í kjölfar ákvörðunar Rússa á föstudaginn hækkaði verðið á olíu og hætt er við að það hækki enn frekar. Þetta er mat Global Risk Management. Alexander Novak, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, tilkynnti Lesa meira

ESB-ríkin náðu saman um níunda refsiaðgerðapakkann gegn Rússlandi og stóran hjálparpakka til Úkraínu

ESB-ríkin náðu saman um níunda refsiaðgerðapakkann gegn Rússlandi og stóran hjálparpakka til Úkraínu

Fréttir
16.12.2022

Eftir langvarandi umræður varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi náðu ESB-ríkin samkomulagi um níunda refsiaðgerðapakkann í gærkvöldi. Reiknað er með að samkomulagið verði endanlega staðfest í dag með undirritun þess. Það voru sendiherrar aðildarríkja sambandsins sem sömdu um refsiaðgerðirnar í gær en á sama tíma sátu leiðtogar aðildarríkjanna á fundi í Brussel. Ekki hefur verið skýrt frá hvað Lesa meira

Segir að refsiaðgerðirnar séu farnar að bíta og þessu megi Pútín ekki við

Segir að refsiaðgerðirnar séu farnar að bíta og þessu megi Pútín ekki við

Fréttir
30.11.2022

Ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, dregur stríðið í Úkraínu á langinn eru engar líkur á að Vesturlönd slaki á refsiaðgerðum sínum gagnvart landinu. Það veldur því að Pútín á á hættu að fá unga Rússa upp á móti sér. Vesturlönd, með Bandaríkin og ESB í fararbroddi, hafa beitt Rússa hörðum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Þess utan hefur stríðsgæfa Lesa meira

Segir að efnahagur Slóvakíu geti hrunið vegna orkuverðsins

Segir að efnahagur Slóvakíu geti hrunið vegna orkuverðsins

Fréttir
28.09.2022

Hið himinháa orkuverð kemur illa við Slóvakíu eins og fleiri lönd. Eduard Heger, forsætisráðherra landsins, sagði í samtali við Financial Times að hætta sé á að efnahagur landsins hrynji algjörlega vegna orkuverðsins. Hann sagði það vera á góðri leið með að „drepa“ efnahagslífið. Hann sagði að eina leiðin til að koma í veg fyrir algjört hrun sé að Slóvakía fái Lesa meira

Segir að Evrópa hafi skotið sjálfa sig í fótinn

Segir að Evrópa hafi skotið sjálfa sig í fótinn

Fréttir
27.09.2022

Refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi hafa neikvæð áhrif á Evrópu. Þetta sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í gær þegar hann ávarpið ungverska þingið. Í ræðu sinni hvatti hann til vopnahlés sem myndi binda enda á stríðið. En aðalboðskapurinn í ræðu hans var að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hefðu reynst evrópsku efnahagslífi erfiðar. Reuters skýrir frá þessu og segir að Orban hafi Lesa meira

Skýrsla segir aðra sögu um stöðu rússneska efnahagslífsins en Pútín segir

Skýrsla segir aðra sögu um stöðu rússneska efnahagslífsins en Pútín segir

Fréttir
13.09.2022

Staða rússnesks efnahagslíf er miklu verri en Vladímír Pútín, forseti, vill vera láta. Hann og aðrir leiðtogar landsins bera sig vel á opinberum vettvangi þegar staða efnahagsmála kemur til umræðu en á bak við tjöldin ríkja miklar áhyggjur af stöðu mála. Þetta kemur fram í skýrslu, sem var lekið úr stjórnkerfinu. Bloomberg skýrir frá þessu. Það voru rússneskir embættismenn Lesa meira

Tvöföld fjármálakreppa að skella á Rússlandi

Tvöföld fjármálakreppa að skella á Rússlandi

Fréttir
25.08.2022

Nýjar spár sýna að mikill samdráttur hefur orðið í rússnesku efnahagslífi eftir innrásina í Úkraínu. Rússneskur almenningur horfist í augu við efnahagslega niðursveiflu sem jafngildir tvöfaldri fjármálakreppunni sem skall á 2008. Ástæðan er efnahagslegar refsiaðgerðir sem ESB og Bandaríkin hafa beitt Rússa vegna innrásarinnar. Nýjar spár frá Economist Intelligence Unit (EIU) sýnir að verg þjóðarframleiðsla Rússlands getur skroppið saman Lesa meira

Rússneskur efnahagur er lamaður

Rússneskur efnahagur er lamaður

Fréttir
04.08.2022

Vesturlönd hafa beitt Rússa hörðum refsiaðgerðum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Þar á meðal eru efnahagslegar refsiaðgerðir. Margir hafa talið að refsiaðgerðirnar hafi ekki þau áhrif sem þær eiga að hafa vegna mikilla hækkana á orkuverði sem hafa skilað Rússum meiri tekjum en reiknað var með. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að rússneskt efnahagslíf finnur Lesa meira

Norður-Kórea krefst tilslakana á refsiaðgerðum – Vantar „nauðsynjar“ á borð við áfengi og jakkaföt

Norður-Kórea krefst tilslakana á refsiaðgerðum – Vantar „nauðsynjar“ á borð við áfengi og jakkaföt

Pressan
04.08.2021

Ríki heims hafa árum saman beitt Norður-Kóreu refsiaðgerðum vegna vopnaskaks og kjarnorkutilrauna yfirvalda. Eitthvað virðast þessar aðgerðir vera farnar að bíta því yfirvöld í Norður-Kóreu krefjast nú tilslakana á refsiaðgerðum ef þau eiga að hefja viðræður um kjarnorkumál við Bandaríkin. Norðanmenn vilja meðal annars fá að flytja inn dýr vín og jakkaföt. Þetta segja suðurkóreskir þingmenn. Þeir Lesa meira

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Bandaríkin hefja refsiaðgerðir gegn Íran á nýjan leik og hóta aðildarríkjum SÞ

Pressan
21.09.2020

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að virkja allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem voru í gildi áður en samningur um kjarnorkumál við landið var undirritaður 2015. Að auki hóta Bandaríkin aðildarríkjum SÞ að loka á aðgang þeirra að bandarískum fjármálamörkuðum ef þau fylgja þessum refsiaðgerðum ekki. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta á laugardaginn. Refsiaðgerðirnar tóku gildi á miðnætti Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Stöð 2 lækkar verð